HAUSTIÐ HJÁ H&M HOME

Fyrir heimilið

Ég er ein af þeim sem hoppaði hæð mína þegar staðfest var að H&M kæmi til Íslands og núna bíð ég spennt eftir að H&M HOME bætist við þó það gerist ekki alveg strax. Þessar myndir frá haustlínunni þeirra (sem fæst núna í öllum verslunum þeirra) eru guðdómlegar, það er alltaf hægt að treysta því að finna fallegar textílvörur ásamt smávörum fyrir heimilið í heimilisdeildinni sem er í uppáhaldi hjá mér. Núna hef ég þó heyrt frá þónokkrum að sænska Granit sé á leið til Íslands þó að ég hafi ekkert fengið staðfest með það en hversu skemmtilegt væri það nú!

Byrjum á þessum fallegu myndum frá H&M home ♡

Myndir via H&M

Algjör draumur, ég tók eftir fína hlébarða náttsloppnum mínum sem ég keypti mér í vor og gaman að hann sé ennþá til – mæli með! Litirnir eru í fallegum bláum tónum ásamt gylltu sem gerir allt svo extra elegant.

HAF STORE OPNAR INNAN SKAMMS : ÞAU GEFA ECLIPSE LAMPA ♡

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Birna

    22. September 2017

    Love it 💖💖 allt svo fínt – mikið vona eg að HM Home komi ril íslands :-)