fbpx

HAUSTIÐ 2017 HJÁ IKEA

Ikea

Þvílíkur dásemdardagur – haldið þið ekki að Ikea hafi verið að senda frá sér stórkostlegar myndir af því sem við eigum von á í haust. Stíliseringin er ólík því sem við höfum séð áður og stemmingin smá suðræn með flamingo fuglum og tropical laufum ásamt sterkum og djúpum litum og elegant yfirbragði. Ég er vissulega komin með nokkra hluti á lista hjá mér eftir að hafa rennt yfir þessar myndir og get ekki beðið eftir að skoða þessar vörur í haust.

Myndir via Ikea

Ný og spennandi húsgögn, falleg víragrind undir myndir og minnismiða, gyllt hnífapör, leðurhöldur á innréttingar, nýjar mottur, lampar og svo margt annað fallegt. Hvernig finnst ykkur?

DRAUMAHÚS FRÁ 1930

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Eva

    28. June 2017

    Hnífapörin virðast mega næs!

    • Svart á Hvítu

      28. June 2017

      Þau eru æðisleg, og Ikea style þá þarf þetta að endast og þola uppþvottavél annað en gylltu skeiðarnar sem ég á úr Söstrene:)
      Það eru þó til nú þegar gyllt og falleg hnífapör í nokkrum verslunum:)

  2. María Rut

    28. June 2017

    Þessir staflanlegu? lampar eru að hitta í mark hjá mér og svo hefði ég ekkert á móti IKEA veggfóðri!

    • Svart á Hvítu

      28. June 2017

      Þessir lampar eru snilld, minna mig smá á fallegu glerlampana sem fást í Snúrunni nema þessir í stækkaðri mynd:)
      Ég vona líka að veggfóðrið sé þeirra, en þeir hafa áður notast við önnur veggfóður til stíliseringar en ég vona innilega að það muni breytast núna!

  3. Una

    28. June 2017

    Nei engin veggfóður en það verða annarskonar 3D wall-coverings, eitthvað alveg nýtt??

  4. Elva

    29. June 2017

    Fullt af fínum pálmaveggfóðrum í Esju Dekor, á mjög góðum verðum ;)

  5. Pálína

    29. June 2017

    Mjög fallegt en mér finnst þeir svolítið seinir í trendunum. Eiga ekki allir orðið einhverja svona víragrind nú þegar? Ég var sjálf að leita að svona leðurhöldum fyrir 3 árum og endaði á að gera sjálf….

    • Svart á Hvítu

      29. June 2017

      Mjög áhugaverður punktur, það hvarflaði vissulega að mér. Sérstaklega með þetta tvennt sem þú nefnir, mér hefur ekki endilega þótt Ikea vera svosem neitt leiðandi á sviði hönnunar, heldur meira fylgjandi og fara eftir trendum í samfélaginu og færir okkur þau á viðráðanlegra verði? Kannski eru þau ekkert endilega að reyna að vera á undan:)

    • ERG

      1. July 2017

      Mjög sammála þessu. Ikea þarf náttúrlega að höfða til massans og eru ekki að reyna að vera á undan. Mættu samt vera með fleiri tímabundnar og meira trendie línur :)

  6. Pálína

    1. July 2017

    Já eðlilega fylgja þeir á eftir og sammála að þeir séu ekki (og þurfa ekki að vera? leiðandi. Á hinn bóginn hef ég svolítið litið á IKEA sem aðila sem gefur almenningi tækifæri til að versla fallega/skandinavíska hönnun á góðu verði. Mér fyndist þeir því alveg mega vera fljótari að bregðast við trendum sem eru í gangi í stað þess að taka 3-4 ár að koma með eitthvað á markað.

    • Svart á Hvítu

      3. July 2017

      100% sammála því, ég hefði gjarnan viljað sjá suma af þessum hlutum koma fyrir amk 2 árum:)