fbpx

HAUSTFÍLINGUR

Ráð fyrir heimilið

Þetta einstaklega hlýlega og haustlega heimili fær mig bara til þess að langa að liggja undir teppi og fletta bók, helst með kveikt á kertum. Á haustin er tilvalið að græja heimilið og gera það eins hlýlegt og hægt er því við sækjum töluvert meira í inniveru, skipta út litríku sumarkertunum í stjakanum fyrir haustlega tóna, fylla sófann af fallegum púðum og teppum, setja gæru á svefnherbergisgólfið (til að stíga ekki á kalt gólfið), stafla af bókum á stofuborðið, dimma ljósið og kveikja á ilmkerti… ahh ljúfa líf:)

20130928-14195020130928-141934

Liturinn á veggnum er virkilega fallegur og töluvert þægilegri en þessi mjallahvíti sem hefur verið svo vinsæll á heimilum. Ef það væri bara minna vesen að mála, þá væri ég til í þennan lit á haustin/veturna og mjallahvítan á vorin/sumrin

P.s. Ég vil minna ykkur á skemmtilega gjafaleikinn sem þið finnið í færslunni hér að neðan, hægt að vinna ótrúlega fallegt Pirouette hálsmen úr smiðju Hring eftir Hring.

SVART Á HVÍTU ♥ HRING EFTIR HRING

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sirrý

    6. October 2013

    En fallegt! Veistu frá hverju sófaborðið með krossinum er?

    • Sirrý

      6. October 2013

      *hverjum

  2. Þórunn

    6. October 2013

    Ekki áttarðu þig á því ca. hvaða litur þetta er á veggjunum?

    • Svart á Hvítu

      6. October 2013

      Nei því miður… en þeir eru nú svo miklir snillingar í málningardeildum verslana og í slippfélaginu t.d., það getur verið nóg að sýna þeim þessa mynd og fá nokkrar litaprufur:)
      -Svana