fbpx

WE LIVE HERE: HANNA DÍS WHITEHEAD

Íslensk hönnunUppáhaldsVeggspjöld

Ein af mínum allra uppáhalds íslensku hönnuðum er vinkona mín hún Hanna Dís Whitehead. Hún er bæði alveg stórskemmtileg og hrikalega fyndin en svo er hún einnig mjög hæfileikaríkur hönnuður en þess má geta að hún dúxaði í náminu sínu í Design Academy Eindhoven sem verður nú að teljast alveg bilaðslega mikið afrek:)

Hún hefur verið að vinna undanfarið að flottum plakötum útfrá línu sem hún kynnti á Hönnunarmars í fyrra Past and present en sú lína var innblásin frá steinöld en hér að neðan má sjá skissur af fallegum steinaldarhristum. Þessi bleika kallar nafnið mitt, alveg ótrúlega falleg.

10702205_736727833076933_478438907279160556_n

10891538_897946180256198_5905623072105892709_n

“Fortíð í nútíð” er vörulína innblásin frá steinöld. Allar vörurnar eiga uppruna sinn að rekja til frumstæðra hluta og aðstæðna sem nú þegar hafa skeð. Þær eru þó ekki höggnar úr steini eins og áður var heldur unnar í leir. Leikið er með yfirborð hlutanna til að setja þá í nýtt samhengi fjær því sem við höldum að við vitum um þá. Nú þegar þekkingin til að nota þessa ævagömlu hluti er týnd og nýjar aðstæður komnar upp má hér sjá og spyrja sig hvernig þeir geta nýst okkur í nútíðinni.

10940991_897946186922864_8218102253440728766_n

tumblr_nefl01LZf31qdq5ano1_1280

Spennandi tilraunir með efni, en hún Hanna Dís er eftir að búa til einhverja snilld úr þessum skemmtilegu mynstrum.

10952066_10153004476836215_2052314886_n

tumblr_nd81jru52Q1qdq5ano3_500

Þetta plakat hér að ofan bíður eftir að komast heim til mín.

Þess má geta að Hanna Dís Whitehead er ein af fjölmörgum íslenskum hönnuðum sem eru á leið til Stokkhólms að sýna verk sín á samsýningunni WE LIVE HERE. Þar verða verk íslenskra og finnskra hönnuða sýnd saman á nýstárlegan hátt í íbúð sem hægt verður að heimsækja á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi sem stendur yfir þann 2.-8.febrúar.

Heimilisfangið er Regeringsgatan 86 fyrir áhugasama. Ég hvet ykkur til að kíkja við ef þið eigið leið til borgarinnar, þið verðið pottþétt ekki fyrir vonbriðgum.

Meira um sýninguna á næstu dögum, hún Hanna Dís þurfti að fá sérfærslu að mínu mati:)

LANGAR Í...

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. María Kristín

    19. February 2015

    Ég á eina dásamlega hristu og get ekki beðið eftir að eignast fleiri hluti eftir Hönnu Dís. Mæli með að kíkja á sýninguna hennar í Hannesarholti á Hönnunarmars :)