Ég hef haft augastað á fallegum speglum frá íslenska hönnunarmerkinu Further North allt frá því að ég sá þá fyrst á Hönnunarmars fyrr á árinu, nema hvað að það var að koma út æðisleg hátíðarútgáfa af speglunum sem er minni en hinir eða um 35 cm í þvermál og er hann gylltur og trylltur.
Gullfallegur þessi ♡
Speglarnir voru áður til í silfur og koparlit og koma í tveimur stærðum eða 50 og 70 cm í þvermál.
Svo eru það auðvitað gærupúðarnir sem ég fæ heldur ekki nóg af, íslensk framleiðsla og sérlitaðir fyrir Further North.
Þetta mætti bæði rata undir jólatréð mitt:)
Myndirnar tók hin hæfileikaríka Íris Ann Sigurðardóttir og fyrir áhugasama þá fást Further North vörurnar í Insulu sem er lítill gimsteinn á Skólavörðustíg:)
Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér
Skrifa Innlegg