fbpx

FYRSTU -15 KG MEÐ FITSUCCESS

Persónulegt

Það er heldur betur kominn tími á smá stöðutékk á mér en ég fékk í gær send skilaboð frá lesanda hvort ég væri ennþá í fjarþjálfun hjá FitSuccess – og svarið er sko aldeilis JÁ. Einnig hafa nokkrar verið forvitnar hvernig þetta allt virkar.

Ég var frá upphafi búin að ákveða að leyfa ykkur að fylgjast með svona til þess að setja smá pressu á mig sjálfa í leiðinni, en engar áhyggjur ég ætla ekki að birta neinar fyrir myndir af mér í þessari færslu;) … en halelúja hvað ég sé mikinn mun þegar ég skoða myndirnar sjálf og það gefur mér ótrúlega mikla gleði. Í dag hefur mér tekist með aðstoð heimsins bestu þjálfara að ná af mér 15 kílóum sem mér þykir vera mikill sigur þó enn sé langt í land. Þetta er allt gert án öfga og ég borða mjög venjulegan mat sem ég held að sé galdurinn. Ég var nefnilega alltaf að leita að einhverri töfralausn og hlustaði á hvaða ráð frá nánast hverjum sem var til að léttast en aldrei gekk neitt upp, ég nennti ekki lengur að prófa enn einn kúrinn og að pína mig sjálfa því það er ávísun á stórslys hvað varðar matarræði hjá mér. Ég hef jú prófað þetta allt – nefndu það og ég lofa ykkur að ég hef prófað – en ekkert gengið til lengdar.

Ég upplifi ekki að ég sé á einhverjum “kúr” núna heldur smellpassar planið sem ég fæ frá stelpunum við mitt daglega líf og ég borða sama mat og aðrir á heimilinu, þetta er því bara heilbrigður lífstíll sem ég fylgi eftir bestu getu. Þetta er þó hörkuvinna en ég sem er algjör sykurfíkill hef nokkrum sinnum fallið ef svo má kalla, og þarf þá nokkra daga til að komast aftur á skrið. Ég hef átt stundir þar sem ég keyri í ræktina bara til þess eins að keyra beina leið aftur heim því mig langaði ekki inn og ég átti líka móment í byrjun árs þegar ég hreinlega grét þegar ég var komin í æfingarföt og kom mér að sjálfsögðu ekki á þá æfingu. En í stað þess að gefast upp þá reyni ég bara aftur daginn eftir eða þangað til að ég kem mér inn sem gerist alltaf að lokum. Það að breyta lífstílnum er eitt það erfiðasta andlega sem ég hef gert og suma daga þarf ég á öllum mínum innri krafti að halda til að halda áfram. Ég byrjaði í þjálfuninni í janúar á þessu ári svo þið sjáið að þetta er ekkert á neinum Biggest Looser hraða enda er það ekki það sem ég vil – því ég vil halda árangrinum og ég vil líka að húðin nái að jafna sig. Það hafa komið skipti þar sem ég skilaði inn nánast engum árangri ásamt ljósmyndum af mér á nærfötum alveg eins og mánuðinn á undan, gamla ég hefði hætt í þjálfuninni áður en kæmi að þessari myndatöku en núna bít ég bara á jaxlinn og fæ í staðinn extra gott pepp og jákvæðar athugasemdir frá stelpunum sem gefa auka kraft inn í næsta mánuð. Ég sjálf þrífst á jákvæðni og það að hafa svona gott stuðningsnet frá þremur þjálfurum er það besta sem hefur komið fyrir mig ♡

Ég hugsaði lengi hvaða mynd ég gæti látið fylgja með þessari færslu þar sem ég er langt því frá tilbúin að sýna fyrir & eftir myndir úr þjálfuninni og mundi þá eftir þessari frá nýliðinni Santorini ferð. Gamla ég hefði fengið áfall ef tekin væri af mér mynd á sundfötum en núna var mér alveg sama. Sem eru viss lífsgæði skal ég segja ykkur – það að vera bara alveg sama hvað öðrum gæti þótt.

Þið sem lásuð til enda, til hamingju haha. Núna er það bara að massa markmið ársins sem ég krossa fingur að ég nái svona með jólin handan við hornið. En ef það var ekki komið nógu skýrt fram þá gæti ég ekki mælt meira með stelpunum hjá FitSuccess og ef þið hafið áhuga þá mæli ég með að skoða heimasíðuna þeirra vandlega, annars verður þessi færsla mín alltof alltof löng. Ykkur er þó alltaf velkomið að senda á mig línu ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita. P.s. ég hef verið í stuttu snapchat fríi sökum anna – en mæti líkegast aftur á morgun víjj.

SÆNSK & SJARMERANDI

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

  1. Karen Andrea

    2. November 2017

    Þú ert Þvílíkt dugleg og klárlega hvetjandi að fylgjast með þér flotta skvís ? Þú og allt í kringum þig er svo bjútífúl ?

  2. Sigrún Víkings

    2. November 2017

    Svana! Ég er svo stollt af þér!
    Ég er að soga inn hvert orð í þessari færslu til að hvetja sjálfa mig áfram í heilbrigðum lífstíl.. sem er frekar erfitt þessa dagana því ég á svo mikið íslenskt nammi inní skáp.
    Áfram þú og takk fyrir að deila :D

  3. Rakel

    2. November 2017

    Þú ert svo dugleg og flott og frábær. Er endalaust stolt af þér!! ???

  4. Hildur Jóns

    2. November 2017

    Eg er að ELSKA þessa mynd!! Þú ert svo fáránlega dugleg og segi eins og stelpurnar, er svo stolt af þér :*

  5. Elísabet Gunnars

    3. November 2017

    Þú ert svo flott!! Æðislegt að fá að lesa og fylgjast með :)

  6. Guðrún Sørtveit

    3. November 2017

    Flottust <3

  7. Bára

    3. November 2017

    Vá ekkert smá vel gert hjá þér Svana!! Til hamingju með árangurinn.

  8. Pingback: Svana Lovísa 15 kg létt­ari – Betri fréttir

  9. Jóna

    4. November 2017

    Svo flott á þessari mynd Svana. Þú ert gullfalleg að innan sem utan. Ég er sammála þér með þessar stelpur hjá Fitsuccess. Þær eru ótrúlega hvetjandi og þetta er frábær leið til að ná árangri á eigin forsendum. Gangi þér áfram vel.

  10. Jóhanna E. Torfadóttir

    6. November 2017

    Góðir hlutir gerast hægt :) og þannig á það að vera. Vel gert og takk fyrir að deila reynslusögunni þinni.
    Kv. Jóhanna

  11. Agla

    7. November 2017

    Flottust ❤️ Ég er one proud friend – geislar af þér innri og ytri fegurð elskan mín ❤️

    • Svart á Hvítu

      7. November 2017

      Og ég er heppnari en allt með mest peppandi vinkonur í heimi <3

  12. Íris Reynisdóttir

    7. November 2017

    Þú ert svo dugleg og virkilega vel gert hjá þér elsku gull❤️?