fbpx

FYRIR & EFTIR

DIYPersónulegt

Að pússa þessa kertastjaka átti að vera verkefni helgarinnar, en svo datt ég í gírinn með Brasso í annarri og tusku í hinni. Núna sit ég hér í makindum mínum með kolsvartar og helaumar hendur og dáist af þessum stjökum sem fengu verðskuldaða andlitslyftingu.

Þessa kertastjaka hannaði og smíðaði afi minn heitinn Kristján Hans Jónsson (1927-2007). Hann starfaði sem rennismiður á vélarverkstæði Keflarvíkurflugvölls í 43 ár og hann var því afar handlaginn. Þessa kertastjaka ásamt svo ótal mörgum öðrum renndi hann í frítíma sínum og gaf gjarnan í gjafir. Mér þótti afskaplega vænt um hann og eftir að afi lést þá langaði mig að eignast einhvern hlut eftir hann, amma lagði þá það á sig að hafa uppi á börnum gamals kunningja afa sem hann hafði eitt sinn gefið kertastjaka. Sá maður var látinn og því höfðu þessir stjakar endað í kassa inni í geymslu barnanna hans og sem betur fer komust þeir að lokum í mínar hendur:)

Það er enginn hlutur á mínu heimili sem kemst með tærnar þar sem þessir hafa hælana, að eiga hluti með sögu er mér mikilvægt og gerir heimilið að heimili.

Eigið góða helgi!

DIY

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Elva

    12. April 2013

    Flott hjá honum! Og æðislegt að þeir rötuðu á réttan stað :o)

  2. Hildur systir

    12. April 2013

    Yndislegir stjakar:)

  3. Elísabet Gunnars

    12. April 2013

    Fæ næstum því tár í augun. Fallegir stjakar eins og sagan sem að fylgir þeim. :)

  4. Dagný Bjorg

    13. April 2013

    Vá enn fallegir stjakar! Mikið gerir það mikið fyrir þá að pússa svona fínt upp. Ég er með lítið safn af stjökum sem ég ætlaði að spreyja en nú er ég hætt við, pússa þá frekar :)

    • Svart á Hvítu

      13. April 2013

      Ó nei ekki spreyja þá, gefðu þeim allavega smá séns með því að pússa fyrst:) En mínir eru reyndar úr kopar svo það er misjafnt hvaða efni er best að nota eftir því hvaða málmur það er:)

  5. Hanna

    13. April 2013

    Fallegir stjakar og yndisleg saga!

  6. Ástríður

    16. April 2013

    Fallegir stjakar. Að eiga hluti með sögu er svo miklu skemmtilegra =)

    B.kv.
    Ástríður

  7. SigrúnVíkings

    16. April 2013

    Það er svo dýrmætt að eiga svona persónulega hluti :)