fbpx

FÖSTUDAGSKAKAN OG DOPPÓTTUR DÚKUR

HönnunPersónulegt

Þessum fína degi verður eytt heima í smá vinnu og það sem ég er ánægð með að eiga svona ljúffenga afganga á slíkum degi. Fermingarveislan sem ég skellti upp hér í gær heppnaðist svo bara nokkuð vel og ég er spennt að sjá útkomuna á morgun. Ég notaði þennan fagra dúk í fyrsta sinn loksins, en hann keypti ég reyndar upphaflega til að gefa systir minni í jólagöf nema það að ég ákvað svo að eiga hann bara sjálf… eðlilegt að sjálfsögðu. Engar áhyggjur, hún fékk bara annað fallegt í staðinn:)

1484469_10153624829658332_7724358615474257872_n

35134

 Doppóttur bleikur dúkur? Nei ég bara trúi ekki að það séu til fallegri dúkar á þessari plánetu. Fyrir áhugasama þá er dúkurinn frá HAY og fæst því í Epal.

Svo vil ég koma því áleiðis að ég kann ekki að skreyta svona fallegar rósakökur (það er ekki hægt að vera góð í öllu;) En mín elskulega systir skreytti hana svona fallega, hún er nefnilega bökunarsnillingur með meiru og hefur t.d. verið að baka og skreyta fyrir Ásu Regins líka sem mér heyrist að vanti líka í þetta bökunargen eins og mig:)

Eigið góðan dag! x Svana

BJARTUR, BETÚEL & BLÓMIN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Ása Regins

    27. February 2015

    Ohhhhhh Hildur gerir bestu kökur í HEIMI !!!! Og fallegustu !!! Og ég er kröfuharður kúnni ;-)

  2. Júlíana Þorvaldsdóttir

    27. February 2015

    flottur kökudiskur. Hvar fæst svona flottur diskur?

  3. Telma Ýr Sigurðardóttir

    27. February 2015

    Gegjapur dúkur