fbpx

FORGET ME NOT

Íslensk hönnun

Ástralski vöru og -fatahönnuðurinn Sruli Recht hannaði nýlega hringinn Forget me not. Sruli sem býr og starfar á Íslandi lét skera 110×10 mm breitt skinn af maganum á sér sem hann síðan sútaði og setti á 24 karata gullhring. Hringinn er hægt að  kaupa núna á 350.000 evrur (sem gera um 60 milljónir.)

Hringurinn er partur af haust/vetrarlínu hans sem kynnt er í París í dag, einnig er hægt að sjá hér video á youtube þar fylgst er með aðgerðinni.

Að vissu leyti er þetta eflaust gert til að sjokkera fólk og það vekur alltaf athygli, en svo jaðrar þetta við að vera listgjörningur  frekar en að flokkast sem hönnun eða hvað? Hvað finnst ykkur um þetta?

Ég er nánast orðlaus.

SPEGLAÐ

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Hildur systir

    19. January 2013

    Þetta er mjög áhugavert….. en aldrei myndi èg geta gengið með þennan hring. En hann á örugglega eftir að seljast á uppsettu verði:)

  2. Dúdda

    19. January 2013

    Úff. Krípí! Með hárum og alles!

  3. Kristín

    19. January 2013

    Sæl Svana, kannski á ekkert sérlega vel við þennan ólystuga hring hérna að ofan en mig langar svo að spurja þig um kertastjakana frá Tom Dixon. Ég get svo ómöguleg valið hvort ég vil silfraða eða kopar og langaði bara svona að fá þitt álit ef þú hefur það þ.e.a.s :)

    Kv, Kristín

    Ps. sá núna að það er mail þarna ofar en læt þetta bara skutlast hérna inn :)

    • Svart á Hvítu

      19. January 2013

      Haha þeir eru allavega töluvert fallegri en hárugi hringurinn hér að ofan:)
      Ertu ekki að meina þá sem fást í Lúmex, Etch? Ég er alveg hrikalega skotin í þeim og held að ég myndi fá mér silfraða eða gyllta jafnvel, er samt ekki viss hvort að allir litirnir fáist hér heima?
      Eins hrifin og ég er af kopar þá finnst mér kertastjakarnir örlítið of bleikir annað en koparljósin, og ég yrði smeik að ég myndi fá nóg af þeim einn daginn. Sem væri ekki skemmtilegt:)
      Gangi þér vel að velja!
      -Svana:)

      • Kristín

        19. January 2013

        Júbb er að meina Etch. Ég sá bara silfraða og kopar í Lumex og fór með það í huga að kaupa kopar en svo voru þeir einmitt frekar bleikir og bara til silfraðir svo ég keypti þá en þeir hafa verið í kassanum í viku því ég var ekki viss hvort ég vildi skipta :) En nú hefur þú hjálpað mér að taka ákvörðun og þessar elskur fá að koma upp úr kassanum, silfraðar. Takk!

  4. Eva

    20. January 2013

    Mér finnst þetta frekar cheap leið til þess að vekja athygli á sér… og eina lýsingarorðið sem mér dettur í hug er ÓGEÐSLEGT

  5. Sigga

    21. January 2013

    okei thetta er sjúklega krípí en samt svolítid kúl ad hann hafi fengid thessa hugmynd og látid verda ad thví.. èg myndi aldrei thora thessu !

  6. Fjóla

    21. January 2013

    *hrollur* hvað þetta er ógeðslegt!!
    en gætiru vinsamlegast hent því inn hvort þessi hringur selst og hvort hann hafi þá farið á uppsettu verði!!
    verður spennandi að sjá hvort það sé einhver jafn ruglaður og þessi gaur og kaup actually þennan hring :)

  7. Birna Helena

    24. January 2013

    Mér finnst þetta frekar töff og áhugaverð hugmynd þó svo að ég hef ekki áhuga á því að bera þennan hring.