Ástralski vöru og -fatahönnuðurinn Sruli Recht hannaði nýlega hringinn Forget me not. Sruli sem býr og starfar á Íslandi lét skera 110×10 mm breitt skinn af maganum á sér sem hann síðan sútaði og setti á 24 karata gullhring. Hringinn er hægt að kaupa núna á 350.000 evrur (sem gera um 60 milljónir.)
Hringurinn er partur af haust/vetrarlínu hans sem kynnt er í París í dag, einnig er hægt að sjá hér video á youtube þar fylgst er með aðgerðinni.
Að vissu leyti er þetta eflaust gert til að sjokkera fólk og það vekur alltaf athygli, en svo jaðrar þetta við að vera listgjörningur frekar en að flokkast sem hönnun eða hvað? Hvað finnst ykkur um þetta?
Ég er nánast orðlaus.
Skrifa Innlegg