fbpx

FLUTNINGAR

Persónulegt

Jahérna…ég var að ákveða að flytja í sjöunda sinn á síðustu fimm árum, úff. Þessir flutningar munu eiga sér stað eftir 17 daga svo það er best að koma sér í það að pakka niður:) Nýja íbúðin er reyndar örlítið minni svo það verður mjög erfitt að koma öllu fyrir, sé þegar fram á að losa mig við/koma í pössun nokkrum húsgögnum sem ég er kannski ekki alsæl með, en ég kemst yfir þetta þegar það verður orðið huggulegt á nýja staðnum:) Svo er þetta eflaust bara fínt tækifæri til að sortera úr draslinu og losna við óþarfa (eins og hafi þó ekki fengið tækifæri til þess árlega hingað til). Kostirnir vega bara það mikið: Æðisleg staðsetning í miðbæ Hafnarfjarðar (Austurgatan), geymsla sem er langþráður draumur+útigeymsla, þvottahús og gordjöss nýuppgert flísalagt baðherbergi. Því það er sko ástæða fyrir því að ég hef aldrei birt myndir af baðherberginu mínu þar sem ég bý núna:)

xx

ÞVÍLÍK BREYTING

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Ágústa Hjartar

    13. August 2013

    Vertu velkomin á austurgötuna

  2. Dyggur lesandi!

    14. August 2013

    Til hamingju með nýju íbúðina!

    Langar samt að spyrja um eitthvað sem að kemur þessari færslu ekkert við ;) vantar svo hugmyndir af fallegum búðum í Stockhólmi, varst þú einhverntíma búin að blogga um það eða var mig að dreyma ;)

  3. Íris

    14. August 2013

    Fáum við lesendur bloggsins ekki headsup á það sem þú ætlar að losa þig við??

    • Silja

      14. August 2013

      Ég er svo sammála henni Írisi!

  4. Hildur Ragnarsdóttir

    16. August 2013

    vei! við erum enþá semí nágrannar! var stressuð um að þú værir að fara yfirgefa hýra hafnarfjörðinn ;)
    x x

    • Svart á Hvítu

      16. August 2013

      Hahaha neinei, núna verð ég sko mjög nálægt þér meirasegja;)