fbpx

FALLEGUSTU JÓLASTJÖRNURNAR Í NÝJUM LITUM

Fyrir heimiliðJól

Það er erfitt að standast vandað og fallegt jólaskraut, sérstaklega þegar það getur skreytt heimilið örlítið lengur en aðeins yfir desembermánuð en það á einmitt við um þessar jólastjörnur. Pappírs jólastjörnurnar frá Watt & Weke eru guðdómlega fallegar og koma þær í ár í fyrsta sinn í svörtu og gylltu.

 

Og svo er einnig skemmtilegt að segja frá því að í ár bætist ný stjarna við úrvalið sem heitir Reykjavík og tilvalið að leyfa henni að skreyta íslenska jólaglugga. – Sjá mynd að neðan.

Undanfarin tvö ár hafa þessar fallegu pappírs jólastjörnur rokið út eins og heitar lummur fyrir hver jól og langaði mig því að benda ykkur á að nú er hægt að skrá sig á biðlista hjá Dimm til að missa ekki af þeim í ár.

Þessir nýju litir eru að heilla mig, sérstaklega þessi brúngyllti ♡ Hvað finnst ykkur?

MEGA JÓLIN KOMA SNEMMA Í ÁR?

Skrifa Innlegg