Ef haldin yrði fegurðarsamkeppni blómapotta þá yrðu þessir án efa sigurvegarar. Gylltir, kopar og silfraðir blómapottar frá Skultuna. Ég hef átt einn gylltan lengi og er þessa stundina með lítið gervi Ikea jólatré í honum og fæ mjög oft spurningar um hann.
Umræddir blómapottar eru hannaðir af Monicu Förster fyrir Skultuna eftir gamaldags málmsnúning og halda í heiðri aldagömlum hefðum hjá Skultuna sem stofnað var árið 1607. Pottarnir koma í gljáfægðu eða burstuðu messing, kopar og silfurhúðuðu messing.
– Færslan er ekki unnin í samstarfi –
Skultuna blómapottarnir fást m.a. hjá Winston Living. Ég er nýlega orðin mjög áhugasöm um Skultuna, aldagamalt fyrirtæki en þó hefur ekki mikið farið fyrir því á Íslandi. Áherslan er á mikil gæði, notagildi og fallega hönnun, og segjast þau vera að búa til antíkmuni morgundagsins!
Þetta er ein af mörgum vörum sem ég er heilluð af frá merkinu, en mér þótti þeir eiga skilið sína eigin færslu svo ótrúlega fallegir eru þeir!
Skrifa Innlegg