fbpx

FALLEGT ÁSTRALSKT HEIMILI

Heimili

Ein af mínum uppáhaldsvefsíðum er The Design Files! Alltaf finnst mér jafn upplífgandi að skoða þessi fallegu áströlsku heimili þegar ég hef gleymt mér í of langan tíma að skoða stílhreina skandinavíska stílinn. Notkun á litum er allt önnur en við eigum að venjast, bjartir og oft skærir litir eru áberandi, sem er nokkuð ólíkt stíl okkar margra. Við ættum í rauninni að horfa meira til ástralska stílsins en skandinavíska stílsins, sérstaklega þegar að skammdegið hellist yfir.

TDFOH_2013_brooke-holm_LR-38TDFOH_2013_brooke-holm_LR-42
TDFOH_2013_brooke-holm_LR-32 TDFOH_2013_brooke-holm_LR-35
TDFOH_2013_brooke-holm_LR-40-1 TDFOH_2013_brooke-holm_LR-46TDFOH_2013_brooke-holm_LR-12TDFOH_2013_brooke-holm_LR-48

Myndir: Brooke Holm/The Design Files

Ég er ekki frá því að ég yrði bara nokkuð hamingjusöm að búa þarna!

Þetta er þó ekki “alvöru” heimili, heldur er þetta hið eina sanna The Design Files Open House, s.s. pop up heimili sem þau hafa útbúið á þann hátt að það sýnir hið týpíska ástralska heimili, fyllt af áströlskum vörum sem eru líka allar til sölu, allt frá rúmfötum, húsgögnum og listaverkunum á veggjum heimilisins.

Ótrúlega skemmtileg hugmynd sem er reyndar verið að útfæra þriðja árið í röð, mikið væri skemmtilegt að útbúa svona íslenskt heimili þar sem allt væri íslenskt!

:)

HEIMASKRIFSTOFUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Agnes

    21. November 2013

    Skemmtilegt að sjá alla þessa liti við hvítu og gráu grunntónana, sniðugt að nota smærri hluti og staka veggi til að poppa upp á rýmið. Held ég fari að gera mér ferð að kaupa ný koddaver fljótlega :)

  2. Edda

    21. November 2013

    Ég hlýt að vera ástrali inn við beinið eða eitthvað… þetta fær amk mjög góðan hljómgrunn hjá mér :)