fbpx

FALLEGASTA INSTAGRAMIÐ

Heimili

Það leikur varla nokkur vafi á því að þessar myndir hér að neðan eru frá einum fallegasta instagram reikning sem ég veit um. Tarina Lyell er snillingurinn á bakvið Oh.eight.oh.nine instagramið sem gefur okkur hinum vatn í munninn. Það sem gerir myndirnar svona einstaklega fallegar eru veglegir blómvendir í hverju rými sem færa rýmið upp á annað plan. Þvílíkur draumur það væri að hafa aðgang að þessum fallegu blómum í hverri viku, það er ekkert hefðbundið við þau og sum þeirra hef ég aldrei séð í blómaverslunum hér heima. Myndirnar eru einnig oft teknar frá sama sjónarhorni en þá er aldeilis búið að breyta lúkkinu með nýjum smáhlutum eða litaþema, algjört æði! Ég er alveg viss um að þið munuð heillast uppúr skónum yfir þessum myndum með mér og bætið ykkur fljótlega við sístækkandi hóp fylgjenda hjá Oh.eight.oh.nine.

Screen Shot 2016-07-05 at 21.14.32

deskk Screen Shot 2016-07-05 at 21.14.57 Screen Shot 2016-07-05 at 21.15.36 Screen Shot 2016-07-05 at 21.15.52 Screen Shot 2016-07-05 at 21.16.08 Screen Shot 2016-07-05 at 21.16.23 Screen Shot 2016-07-05 at 21.18.07 Screen Shot 2016-07-05 at 21.18.32 Screen Shot 2016-07-05 at 21.18.57 Screen Shot 2016-07-05 at 21.19.14desk21 Screen Shot 2016-07-05 at 21.19.43 Screen Shot 2016-07-05 at 21.13.57 Screen Shot 2016-07-05 at 21.13.35 Screen Shot 2016-07-05 at 21.13.17 Screen Shot 2016-07-05 at 21.13.02 Screen Shot 2016-07-05 at 21.12.49Screen Shot 2016-07-05 at 21.11.37 Screen Shot 2016-07-05 at 21.12.31 Screen Shot 2016-07-05 at 21.12.17 Screen Shot 2016-07-05 at 21.12.06 Screen Shot 2016-07-05 at 21.11.51 Screen Shot 2016-07-05 at 15.49.24 Screen Shot 2016-07-05 at 15.49.16

Þvílíkt heimili – þvílík fegurð

Ég gæti flutt þangað inn á stundinni! Hvernig finnst ykkur?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

MY NEW BABY

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Kristín

    5. July 2016

    Alveig eins og viðkomandi hafi ekki heila hugsun sjálf. Taki bara 250 vinsælustu hlutina í hönnun af pinterst og raði svo saman. Tótally óáhugavert og ófrumlegt. EKKERT sem við höfum ekki séð þúsund sinnum áður hjá Trendnetþ

    • Svart á Hvítu

      5. July 2016

      Þér er frjálst að hafa þá skoðun:) Ég mun líklega koma til með að birta þúsund svona færslur í viðbót, njóttu.
      Mbk.Svana

      • Kristín

        5. July 2016

        Æ – ætlaði nú ekki að vera svona harðorða, fyrirgefðu. Það vantar bara alveg síður þar sem sýnt er frá fallegum heimilum sem virðast ekki vera sviðsett. Þar sem íbúinn setur sitt persónulega “mark” á heimilið. Mér finnst hver einasti hlutur þarna fallegur það vantar ekki. Fyrir 20 árum var í tísku að fara í Ikea og kaupa svart og hvítt. Þá fór fólk sem var að stofna heimili og keypti allt sem vantaði – svart og hvítt. Heilu bls. í Bo bedre, hús og híbýli voru undirlagðar undir myndir frá þessum heimilum. Auðvitað varð þetta svo bara leiðinleg. Allt eins – engin karakter og fólk fann sinn stíl. Nú virðist þetta vera að koma aftur. Að raða sama í heilt heimili öllum þeim 250 hlutum sem eru í tísku þessa stundina og engu öðru. Ekkert pláss fyrir neitt frumlegt eða skemmtilegt. Bara þetta sem ég vildi segja :) og á alveg pottþétt eftir að skoða fullt frá þér í framtíðinni sem og áður.

        • Svart á Hvítu

          6. July 2016

          Ég er mjög glöð með fyrsta kommentið, finnst hressandi að fá allskyns ábendingar og skoðanir þó þær séu ólíkar mínum. Kom mér smá í opna skjöldu því mér þykir þetta einmitt svo agalega fínt og verð alltaf svo glöð að sjá liti:) Kannski er ég bara að verða svona samdauna öllum þessum heimilum sem ég skoða daglega haha. En takk fyrir útskýringuna, er sammála að einhverju leyti:)
          Mbk.Svana

  2. Þórhildur

    6. July 2016

    Fallegt heimili eins og skemmtileg færsla eins og þín er von og vísa elsku Svana.
    Kristín, ef þú ert að lesa þá má ég til með að benda þér á síðuna islanders.is sem ég rakst á um daginn. Þar er sko heldur betur að finna myndir af heimilum með karakter sem eru allt annað en minimalísk :)

    • Svart á Hvítu

      6. July 2016

      Sammála, islanders er æði, -sem og stöllurnar sem standa á bakvið síðuna:)

  3. Bríet Kristy

    6. July 2016

    Mer finnst þetta fullkomið heimili og fullt af karakter! Misjafn smekkurinn – sem betur fer! :-)

  4. Aðalheiður

    7. July 2016

    Æðislegar myndir! Ekki veistu hvaðan sófaborðið á næst síðustu myndinn er ? :)

  5. Erna Hrund

    7. July 2016

    Vá!! Er heilluð af þessum fallegu blómvöndum – ekkert sem gerir heimili jafn fallegt eins og lifandi blóm***

  6. Ragga

    12. July 2016

    Ómæ ómæ – þetta er dásamlegt! Mig dreymir um að mála húsið mitt í svona gráum lit eins og sést á mörgum veggjunum þarna!