fbpx

FALLEGASTA HEIMILIÐ?

HeimiliIkea

Ég hef áður birt myndir frá þessu innliti…ég er ekki orðin svona gleymin. En þetta er eitt af þessum heimilum sem tímaritin slást um og endurbirta því nokkrum mánuðum eftir fyrra blaðinu. Í mars skreytir það breska Elle Decoration og eru myndirnar því komnar á flug á ný í netheiminum. Eðlilega, þetta heimili sem staðsett er í Malmö er dásamlega fallegt.

Myndir: Petra Bindel fyrir Elle Interiör

Eigið gott kvöld, ég er komin uppí sófa tilbúin að ýta á play á Revenge þáttunum, en ég var að skila af mér enn einu djúsí H&H í dag og þá á ég skilið smá slökun (fram yfir helgi) :)

NORMANN COPENHAGEN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

12 Skilaboð

  1. Birgitta

    28. February 2013

    Gaman að sjá hvað Ikea spilar stóra rullu á þessu heimili!

  2. Álfrún

    28. February 2013

    Mig langar í svona parket eins og er í stofunni. Ætli það sé nokkuð mikið vesen að púsla því saman? :)

  3. Elísabet Gunn

    28. February 2013

    Ohh mig langar svo í sænskt draumaheimili. Pant þetta !!

  4. Berglind

    28. February 2013

    Mig minnir að þau hafi eytt öllu húsgagna-budgetinu bara strax í borðstofuborðið og stólana og ákváðu því að fara ódýrari leiðir með aðra hluti (þetta eru námsmenn) sbr skókassanáttborðin, IKEA munirnir og flóamarkaðshúsgögn (blocket.se o.fl).

    • Svart á Hvítu

      28. February 2013

      Já mikið rétt:) Það er skemmtileg greinin sem fylgir með innlitinu.. reyndar er blaðið allt æðislegt í heild sinni!

  5. Unnur

    28. February 2013

    Gæti vel hugsað mér að búa þarna…

  6. Hafsteinn

    1. March 2013

    Mjög afslappað og flott. Hvar er fyrir færslan frá þessu innliti?

    • Svart á Hvítu

      1. March 2013

      Það er góð spurning.. ég fann hana nú reyndar ekki svona í fljótu bragði:)

  7. Sunna Dís

    4. March 2013

    íbúðin sjálf (loftið + gólfefni ofl) er svo falleg að það þarf lítið af húsgögnum til að ýta undir fegurðina, betra að hafa færri hluti finnst mér þegar hún er svona óótrúlega rómantísk og falleg úffff….

  8. Erna

    20. August 2013

    Veistu hvaðan lofljósið er sem hangir yfir borðstofuborðinu?

    • Svart á Hvítu

      20. August 2013

      Man ekki alveg nafnið á því í bili en það fæst í Ikea:)

      • Erna

        21. August 2013

        Ok takk :)