Systir mín er stödd í Bandaríkjunum um þessar mundir, og að sjálfsögðu er ég búin að hlaða á hana lista af hlutum sem ég “verð” að eignast. Ótrúlegt hvað maður vill oft byrja að hamstra þegar einhver nákominn manni ákveður að skella sér í smá frí þangað. Það allra fyrsta sem ég hugsa um þegar mig vantar e-ð frá Ameríku, er ekki eitthvað frá Target eða Victoria’s secret… heldur Anthropologie! Það er nefnilega ein fallegasta búð sem til er á jarðkringlunni og þið ykkar sem kannist ekki við búðina -skrifið niður nafnið:)
Þetta er fullkomin búð að mínu mati, það er eitthvað að finna fyrir alla sem hafa áhuga á fallegum hlutum. Ég get auðveldlega sett saman minn óskalista en á sama tíma getur einhver með gjörólíkan smekk mínum líka fundið fullt af fallegu fyrir sig. Það eru þó ekki bara hlutir fyrir heimilið að finna þarna, það er úrval af fötum, skóm, ilmvötnum, skarti og bókum. En allt saman öðruvísi en þú finnur í öðrum verslunum, eitthvað svo sérvalið fyrir þig:) Ég myndi lýsa stílnum þarna sem þannig að þú þarft bara nokkra hluti þaðan til að fullkomna heimilið þitt, þetta er svona “punkturinn yfir i-ið”.
Þjónustan þarna er líka ofsalega góð og þér líður eins og eftir góða fjársjóðsleit þegar þú gengur þaðan út með fullann poka. Ég tók saman nokkra hluti í flýti af vefsíðunni þeirra sem ég gæti vel hugsað mér að eignast.
Þar sem að systir mín er þegar að koma heim með barnavagn handa mér ásamt öðrum barnavörum ákvað ég að takmarka þennan óskalista minn og bað um Remodelista bókina sem mig hefur lengi langað í, og svo er ekki hægt að fara þangað inn án þess að kippa með sér nokkrum Völuspá kertum. Æðisleg kerti og kosta ekki nema brot af verðinu sem þau fara á hér heima, eða um 17 dollara stóru kertin sem gera um 2þúsund krónur.
Það er MUST að heimsækja Anthropologie ef þú átt leið til USA.
En ef þig langar bara að dreyma smá þá er vefsíðuna þeirra að finna -hér.
Skrifa Innlegg