Grafíski hönnuðurinn Davy Dooms býr í þessari 850 fermetra íbúð í fallegustu borg í heimi, Antwerpen. Sem grafískur hönnuður byrjaði hann á því að útbúa litapallettu sem að hann vann síðan útfrá, litirnir voru hvítur, svartur, brúnn, grár og appelsínugulur. “Í öllum mínum verkum byrja ég á því að ákveða litapallettu” segir Davy. Litina tók hann frá uppáhalds sýningar-plagatinu sínu, Poul Kjærholm í Louisiana safninu.
Klassísku Eames stólarnir í borðstofunni.
Eames ruggustóll, Eames house bird og PH5 loftljósið er fallegt við einfaldann og módernískann sófa, skemmtilegt að sjá gamlann tekkskáp leynast í horninu.
Cirkus Hein plagat eftir hönnunarstúdíóið ATWTP
Eames bentwood stóllinn í horninu.
Dots hankarnir eru frá Muuto (Epal).
String hillan eftir Nils Strinning og viðarfuglar eftir Kristian Vedel (bæði Epal) og Eames bentwood stóllinn (Penninn). Klassískt og fallegt.
Heimild: Remodelista
Ljósmyndir: Niko Caignie
Skrifa Innlegg