fbpx

ER H&M HOME AÐ STELA ÍSLENSKRI HÖNNUN?

Íslensk hönnun

Hnútapúðarnir Knot eru ein þekktasta íslenska hönnunin sem upphaflega var kynnt á Hönnunarmars árið 2012 og eru púðarnir í dag framleiddir af sænska hönnunarframleiðandanum Design House Stockholm og seldir víða um heim. Knot púðarnir sem eru hönnun eftir vöruhönnuðinn Ragnheiði Ösp hafa átt skrautlega ævi ef svo má segja, á undanförnum áratug hafa reglulega sprottið upp allskyns eftirlíkingar – og núna virðist sem hönnunarrisinn H&M Home hafi einnig sótt innblástur sinn í þessa skemmtilegu íslensku hönnun.

Hvað finnst ykkur?

Púðinn að ofan er frá H&M home og kostar rúmar 4.000 kr. (sænska H&M), og púðinn að neðan er íslensk hönnun frá Design House Stockholm og kostar 19.900 kr. í Epal.

Þess má geta að H&M púðinn er gerður 92% pólýester og líklegast framleiddur ekki við bestu aðstæður, mun einnig mjög líklega missa lögun sína og hnökra sem er ekki spennandi, og íslenski Knot púðinn er handgerður úr 50% ull og 50% akrýl, og gerður úr slíkum gæðum að hann endist vel og lengi. Ég veit að minnsta kosti hvorn þeirra ég myndi velja.

Áfram íslensk hönnun!

 

NÝÁRSKVEÐJUR & JÓLIN OKKAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna

    8. January 2023

    :O