Það er fátt meira umtalað á samfélagsmiðlum núna eftir umræðu vikunnar þar sem óvænt kom fram nýyrðið Epalhommi, en fyrir ykkur sem hafið ekki fylgst með umræðunni þá getið þið lesið um hvað ég á við hér. Talandi um að grípa boltann á lofti en þessi auglýsing er með þeim betri sem ég hef séð og ég get ekki annað en brosað þegar ég sé hana og verð því að deila henni hingað inn.
Ég var stödd í Epal þegar umrædd myndataka átti sér stað og smellti af myndum á bakvið tjöldin og verð að viðurkenna að ég varð smá stjörnustjörf þegar Svavar Örn mætti á svæðið en ég er alveg bálskotin í honum – og hef verið mjög lengi. En þvílíkir herramenn og alveg glerfínir voru þeir!
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst #Epalhommi vera alveg frábært orð og ætti hreinlega að vera til í íslenskri orðabók sem lýsingarorð yfir einstaklega smekklega karlmenn haha. Eða hvað?
Skrifa Innlegg