Ég veit ekki hvað kom yfir mig en ég hef verið hálf óvinnufær í dag og í gær útaf EM pælingum og legið yfir spjallþráðum í EM ferðagrúppunni og lesið endalausar fótboltafréttir og horft á enn fleiri video. Og ég sem hafði ekki áhuga á fótbolta fyrir korteri síðan og hef aðeins horft á tvo heila fótboltaleiki í sjónvarpi (já ég viðurkenni það). Áður en ég vissi var ég búin að safna í heilt albúm fallegri hönnunarvöru í íslensku fánalitunum… ótrúlegustu atburðir veita greinilega innblástur!
Rauð, blá og hvít fegurð fyrir heimilið.
Eins og staðan er í dag þá erum við hjúin ekki að fara út nema eitthvað stórfenglegt gerist, en þangað til þá leyfi ég mér að dreyma um fallega hluti í íslenskum litum og mögulega ferð í staðinn til Marseille í næstu viku á undanúrslitin ♡
Áfram Ísland!
Skrifa Innlegg