fbpx

Ég er ljósafrík.

Hönnun

Ljósin sem ég er hrifnust af þessa stundina eru eftir hann Tord Boontje sem er hollenskur hönnuður frá Design Academy Eindhoven… það er víst ekki hægt að kaupa ljós eftir hann á Íslandi þessa stundina en þau eru seld út um allan heim þar á meðal í Eindhoven ef þið viljið að ég sendi ykkur heim:)

Garland Light.
Icarus.
Svo er það Midsummer.
Ég á fyrstu 2, en finnst það síðasta ekki síðra, en það er til í mjög mörgum litum!:)

Svo fíla ég reyndar svona ljós í tætlur..
85 lamps framleitt af Droog design
Svo er þetta reyndar uppáhaldsljósið alltime.. Copper shade eftir Tom Dixon.
Þetta mun ég eignast einn daginn.
Veit ekki hvað málið er með mig, er með einhvað hjúts thing fyrir ljósum og lömpum. Get svoleiðis látið mig dreyma dögunum saman hvað íbúðin mín væri fín ef ég ætti hitt eða þetta ljós:)

Svo er einn annar kúl, það er hann Ingo Maurer
Finnst þetta kúl, hægt að bæta við textum eða persónulegum skilaboðum.
Svo er það wings, en það er voðalega kjút. 
Líka til í ljósakrónu en þá lítur það svona út


-S

H&M Dúkkuleikur

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. greta

    4. November 2009

    ástargull þú veist ekki hvort eða hvar maður gertu keyft svoan garland light mer finnst það bara svo sjúkt sjúkt sjúkt flott:)

  2. Svana

    5. November 2009

    Ljósið er framleitt af Habitat. Held að Habitat sé hætt heima? En það er í Dk elskan og þú ættir að geta fundið það þar:)
    Ef þau eru ekki enn að selja það þá er hægt að finna öll ljósin hans á E-bay.. Inga fann Icarus ljósið sitt þar!:D
    Svo eru margar Design shops sem selja það. Get kíkt í mína hér og læt þig svo vita.

  3. Anonymous

    5. November 2009

    ja en það er sko ekki habitat her í aarhus.. en þúsund þakkir og láttu mig vita ef þú rekst á það luv:)

  4. Anonymous

    5. November 2009

    This comment has been removed by a blog administrator.