fbpx

EBAY GERVIBLÓMVÖNDURINN

Fyrir heimilið

Ég játa mig sigraða, ég á alltof erfitt með að halda túlípönum á lífi, eins falleg og þessi blóm eru. Því pantaði ég á dögunum gervitúlípana af Ebay. Núna hristir einhver hausinn yfir mér því gerviblóm eru sjaldan falleg, en þessi komast bara nokkuð nálægt þeim ekta verð ég að segja. Ég pantaði tvö búnt af hvítum fyrir mig og sama magn af bleikum fyrir mömmu og systur mína svo ég fæ mögulega að skiptast á. Ef það eru fleiri þarna úti eins og ég sem eiga erfitt með að eiga afskorna túlípana þá mæli ég með þessum.

IMG_0189 copy IMG_0186 copy

Hér má sjá seljandann á Ebay, ég borgaði um 5.500 kr. með sendingu fyrir túlípana fyrir okkur allar mæðgurnar, sem voru þá 6 búnt. Til eru nokkrir fleiri litir, bleikir, gulir, tvílitir og annað fallegt. Kíkið á þetta!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

KVÖLDSTUND Í HAFNARFIRÐI♡

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Margrét

  9. May 2015

  Mjög flottir þessir! Bráðum verður líka ekki hægt að fá túlípana svo þessi kaup eru 100% réttlætanleg ;)

 2. Barbara

  10. May 2015

  snilld, akkúrat það sem mig vantaði, takk :)

 3. Inga

  16. May 2015

  Hvað tók langan tíma að senda til Íslands? :-)