fbpx

EARTHLINGS: HEIMILDARMYND

Umfjöllun

Ég horfði á einstaklega áhrifaríka heimildarmynd fyrr í kvöld, Earthlings. Hún fjallar að mestu leyti um verksmiðjubúskap og framleiðslu á dýrum. Myndin situr svo mikið eftir í mér að mér finnst ég vera tilneydd til að benda fleirum á hana.Earthlings-bg

Myndin sem er talsett af Joaquin Pheonix kom upphaflega út árið 2005 og hefur hún hlotið nokkur verðlaun í flokki heimildarmynda. Myndin tók um 5 ár í framleiðslu og er notast mikið við faldar myndavélar.

About-Page-Image

Earthlings tekur á ótrúlega víðu sviði, allt frá sláturhúsum, tilraunum á dýrum, framleiðslu á gæludýrum og svo notkun okkar á pelsum og leðri.

Myndin er þó um einn og hálfur tími á lengd og tekur mjög á, ég þurfti lengi að horfa í gegnum hálflokuð augun.

Ég mæli með að þið horfið á myndina sem finna má HÉR

-Svana

NÝJA MARMARASKÁLIN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Inga

    16. January 2014

    Það ættu ALLIR að horfa á þessa mynd!!!!!

    • Svart á Hvítu

      17. January 2014

      Æj já, hún situr alveg hrikalega í mér ennþá… ætli það sé ekki bara gott annars.