fbpx

DÝRAMYNDIR: THE ANIMAL PRINT SHOP

BarnaherbergiVeggspjöld

Eftir að ég birti færsluna í dag með hugmyndum fyrir barnaherbergi varð ég alveg hugfangin af ljósmyndunum af litlu dýraungunum á einni myndinni, sjá -hér.

Ég vildi endilega komast að því eftir hvern þessar æðislegu myndir voru og komst að því að það er til heil vefverslun sem selur úrval af fallegum dýramyndum til að skreyta heimilið með. Það er ljósmyndarinn Sharon Montrose sem er snillingurinn á bakvið þessar einstöku myndir, hún myndar ótal dýrategundir en vinsælasta serían er Little darlings og er það einmitt serían sem heillaði mig svo. Ég rakst einnig á áhugavert viðtal við Sharon þar sem hún lýsir því að hún hafi átt erfitt í byrjun að gera það sem hún elskar að lifibrauði og hafi lengi ekki tengt við starfið sitt sem var þá hefðbundnari ljósmyndun. Ég kann svo vel að meta svona hreinskilni og sjá að auðvitað gengur ekkert allt upp í byrjun hjá öllum. -Ég tengi allavega mjög vel við þetta verandi sikksakkandi hvað ég vil gera sjálf með mig og mitt nám:)

bad1e6b882360469_cover.xxxlarge

Í dag starfar hún þó við það sem hún elskar, að ljósmynda dýr!

www.theanimalprintshop.com

Hér má sjá vinsælustu myndaseríuna hennar, Little darlings.

ef2fa86ce89e4303cffa3b892ad287c0

Í draumastarfinu!

A_Art-for-Kids_The-Animal-Print-Shop

Það lenda ekki allar myndirnar inni í barnaherbergjum…

animal-print-shop-bird

Stærstu myndirnar eru eins og listaverk og sóma sér vel á stofuveggnum.

The Animal Print Shop by Sharon Montrose

Það er hægt að versla af henni ljósmyndir í nokkrum stærðum og koma þær allar prentaðar á ljósmyndapappír. Þær ódýrustu og minnstu kosta 25$ en fara alveg upp í 3500$ og eru þá í mjög takmörkuðu upplagi og áritaðar af Sharon.

 

Það eru alls ekki allar myndirnar svona væmnar svo það ætti að vera eitthvað að finna fyrir alla. Ég er frekar mikil kisu og fuglakona (ekki góð blanda), og gæti vel hugsað mér eins og 4 myndir saman fyrir barnaherbergið. Ég mæli með að skoða úrvalið -hér.

Ég lofa því þó að næsta færslan mín verður ekki svona sykurhúðuð, þyrfti helst að finna myndir af íbúð með leðurklæddum veggjum til að vega upp á móti þessari væmni!

P.s. ég mæli líka með því að fylgjast með á morgun, ég ætla nefnilega að setja af stað gjafaleik með dálitlu sem mörgum ykkur langar í:) Svona smá sumarglaðningur og svo varð ég einnig svo glöð í morgun þegar ég sá að facebook síða Svart á hvítu var komin með 6.000 fylgjendur.

-TAKK

HUGMYNDIR FYRIR BARNAHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Marta Kristín

    18. May 2014

    Vááá hvað þessar myndir eru sætar… Og eins og þú segir þær eru ekki allar of “væmnar” hehe :)

  2. Guðrún Vald.

    19. May 2014

    Oh ég elska þessar myndir og hefur lengi langað í eina!

  3. Bára

    19. May 2014

    VÁ !! Til hamingju með 6000 fylgjendurna ! ….ég var rosa glöð með mína 500 hahahahah

    Ps. það er notalegt að vera smá væminn stundum, held að það sé holt fyrir alla ;)