Það er alltaf pláss fyrir nokkra draumahluti á óskalistanum er það ekki? Þ.e. hluti sem maður kemst ekki svo auðveldlega yfir. Ég á allavega nokkra slíka drauma og einn af þeim er að eignast Svan(i), það mun takast einn daginn ég er bara ekki alveg komin með tímasetninguna á hreint;)
Arne Jacobsen hannaði Svaninn (ásamt Egginu) upphaflega fyrir móttöku og setustofu Royal Hotel í Kaupmannahöfn í lok fimmta áratugarins. Það var stórt tækifæri fyrir Arne Jacobsen að fá að hanna alla þætti hótelsins og geta því framkvæmt kenningar sínar um samþættingu hönnunar og arkitektúrs. Svanurinn er einstaklega formfagur stóll og hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi.
Grár eða fölbleikur Svanur yrði fyrir valinu en ég hef oft legið yfir heimasíðu Fritz Hansen og prófað hina og þessa liti og skoðað öll áklæðin sem í boði eru. Svanurinn heillar mig meira en Eggið þó að það sé eitt glæsilegasta húsgagn sem hannað hefur verið en líklega hefur það mikið að segja að ég heiti Svana, jú nördalegri gæti ástæðan ekki verið!
Það er þó ekki bara stóllinn sem ég girnist, en mig hefur nefnilega lengi langað í uppstoppaðann Svan, já og ég þori alveg að viðurkenna það.
Annar af þessum draumur mun rætast, spurningin er bara hvor rætist fyrst:)
Skrifa Innlegg