fbpx

DRAUMURINN UM GLERSKÁP

Ég veit um fátt meira heillandi en fallega glerskápa á heimilum til að geyma í okkar uppáhaldshluti. Það er eithvað svo einstaklega elegant við þá og má segja að nánast hvaða hlutur sem er líti vel út sem stillt er upp í glerskáp. Það er þó ekki auðvelt að komast yfir fallegan glerskáp og margir sem hreinlega hafa erft sína eða fundið á flóamörkuðum, og þegar við finnum loksins þann eina rétta þá kostar hann líklega hálfan handlegg. Einn sá allra fallegasti er sá sem ég rakst á í innliti sem ég fór í fyrir Glamour hjá Norr11 hjónunum, en það er þessi á myndinni hér að neðan. Rosalega veglegur og flottur og var hann frá Norr11 er ég nokkuð viss…
v3-170109582

Sjá innlitið í heild sinni hér – eitt af mínum allra uppáhalds heimilum sem ég hef heimsótt.

6e1968a0f543fb34875e3903eda4d3ed

Ég var skyndilega komin með heilt albúm á Pinterest sem tileinkað var eingöngu glerskápum og valdi ég nokkrar myndir til að deila með ykkur. Alla þessa glerskápa gæti ég vel hugsað mér að eiga en það fylgir víst ekki sögunni hvaðan þeir allir eru.

4d3621afa2183203b53bbe05426c9d37

44424dcec3924a44e2d36d14326a448e

5d938821238505c429e13bdf9fb0383d  840901355d9c7b9d1b2c1f87a9922b7d b0f8a18bf7b13404dc2b7d4953465eef b6d99955ae1bb4a606530b4ae0515896 e245c017036d9525cd33829d745531c6 e8439ca5838edcfda64879944db37514 eb6f7955f13aca8032e32a0f1658827c7114a1c1335ca3bad8411425436cf9c2  02470be0e77390794c13cacaeb0873c1 38edd397c388a1924f087d25f964b3e8 6add3dd291352a9cab4966232e36a1e3  3ec74d2ca91d533e9772ed33c96275d1

Hversu ótrúlega fallegir eru þeir?

En yfir í annað þar sem að ég er að tala um skápa, þá sáu eflaust nokkur ykkar skenkinn sem ég birti á Snapchat í gær sem bíður eftir því að fá smá yfirhalningu. Hér að neðan má sjá mynd af þessari elsku,

photo-1

Myndina tók vinkona mín af honum þegar hún fékk hann í láni. Ég vafraði aðeins á Pinterest í gærkvöldi í leit að hugmyndum hvort ég ætti að mála hann eða pússa og olíubera og ég snýst alveg í hringi. Ég hef í rauninni ekki mikið pláss fyrir þennan skenk, en þetta er fyrsta húsgagnið sem við Andrés eignuðumst þegar við byrjuðum að búa og einhverja hluta vegna á ég erfitt með að losa mig við hann, mig langar að minnsta kosti að gefa honum smá séns. Flestir sem sendu mér skilaboð í gærkvöldi á Snapchat sögðu öll að ég ætti að mála hann bleikan – haha sumir sem þekkja mig orðið of vel! Ég hallast einnig að því að mála hann svartan, laga skráargatið ( viljið þið segja mér hvað rétta orðið er til að finna á netinu – skrautskáargat og helst á ensku? ) og svo sé ég fyrir mér stóra dúska hanga úr lyklunum, það væri fullkomið.

Það allra besta væri auðvitað að skenkurinn væri úr tekki en þá myndi ég að sjálfsögðu aldrei mála hann, gamlir tekk skápar eru nefnilega eitt það fallegasta sem ég veit um ♡

Látið mig endilega vita ykkar skoðun á þessu, bæði varðandi glerskápana fallegu en einnig með skenkinn minn sem þarfnast smá ástar. Það verður stundum hálf einmannalegt hér inná þegar ég sé allar þessar heimsóknir við hverja færslu en kommentunum hefur fækkað. Ég elska nefnilega að fá að heyra örlítið í ykkur:)

x Svana

svartahvitu-snapp2-1

FEBRÚAR : UPPÁHALDS

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

14 Skilaboð

  1. BM

    24. February 2017

    Einn af þessum glerskápum sem þú settir inn mynd af er Billy bókaskápur úr IKEA :)

    • Svart á Hvítu

      24. February 2017

      Akkúrat, sýnist amk 2 hér að ofan vera frá Ikea, þá Billy en einnig Stockholm glerskápur (þessi beige litaði á viðarfótum). Þeir eru reyndar báðir á ágætis verði svona miðað við aðra glerskápa:)

  2. Ragga

    24. February 2017

    Málann skenkinn svartann. Annars eru nokkrir fallegir glerskápar í Ilvu.

  3. Guðrún Ósk

    24. February 2017

    Mála hann svartan- annars er bleika pælingin líka mjög góð ??

    • Svart á Hvítu

      28. February 2017

      Svartur er líklega meiri klassík:) – verður mjög líklega útkoman!

  4. Elín

    25. February 2017

    Afhverju ekki að mála hann svartann fyrir utan efri skúffurnar (þessar grynnri), mála þær föl-bleikar? Og skáagötin brass, eða eins og þau eru.

  5. Sigrún Víkings

    26. February 2017

    Ég er ekki búin að geta hugsað um annað en glerskápa síðustu mánuðina. Ég fann einn fullkominn fyrir jólin sem ég fékk algerlega á heilann! Er loksins búin að komast að því hvaðan hann er :D Hann er frá Nordal og ég mæli með að kíkja þangað inn! Þvílík fegurð…
    https://nordal.dk/nordal-vitrineskabe

    En með skenkinn þá segi ég blekan með gulli ;) en fer samt eftir því hvar þú ætlar að hafa hann.

    • Svart á Hvítu

      28. February 2017

      Ómææææ þessir eru bjútífúl!!! Verðum að eignast svona einn daginn :)
      Þetta merki hlýtur að fást einhversttaðar hér heima – þarf að skoða það!
      Hahah bleikur er að fá flest atkvæðin, er að hugsa um í svefnherbergið, það er í rauninni eina plássið:(

  6. Svala

    27. February 2017

    Ég held að skápurinn verði gordjöss ef hann yrði málaður svartur og svo væri hangandi bleikir dúskar eða fjaðrir :)

  7. Júlíana Sól

    28. February 2017

    Mjög gaman að fá þig í heimsókn :) ! Skápurinn okkar er frá Norr11 en hann er því miður hættur í sölu… En það voru nokkrir heppnir sem nældu sér í hann meðan hann var í sölu hjá okkur, þú munt vonandi rekast á þá í einhverju skemmtilegu innliti bráðum!

    • Svart á Hvítu

      28. February 2017

      Takk og sömuleiðis svo gaman að kíkja í heimsókn:)
      Ansans – hann var nefnilega kominn á langtímaóskalistann minn haha.
      x Svana