fbpx

DRAUMUR Í DÓS: SEBRA KILI RÚMIÐ

BarnaherbergiÓskalistinn

Ég var aðeins að sniglast í Epal í dag og það kom mér á óvart hversu margar óléttar stelpur ég rakst á, -margar hverjar sem voru komnar til að forvitnast um Kili rúmið frá Sebra. Þetta er jú eitt fallegasta barnarúmið sem ég veit um og ég er svo sannarlega ekki ein um að dreyma um að eignast slíkt:)

Fyrir þau sem ekki vita þá hét rúmið upphaflega Junoseng og var teiknað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt árið 1942-1943. Rúmið seldist gífurlega vel til að byrja með en það var sérstakt fyrir það leyti að rúmið “vex með barninu”, byggingarefni var þó af skornum skammti í Danmörku á þessum tíma og erfitt var að anna eftirspurn (sem var mjög mikil) og hætti rúmið í framleiðslu uppúr árinu 1955 stuttu eftir andlát hönnuðarins.
7788797_orig

Danska hönnunarfyrirtækinu Sebra hóf þó endurframleiðslu á því mörgum árum síðar og framleiða þau rúmið í dag í fjölmörgum litum.

kili

picture_splash

161777811584423423_2vA03knS_f

140878294564067213_1I96PhmL_f

Draumarúm ekki satt! Núna er það bara að vinna lottóið um helgina;)

 

VINNINGSHAFI : KOPARVASI FRÁ SNÚRAN.IS

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Ragga

    29. August 2014

    Rosalega fallegt rúm! En er það ekki rétt að afkomandi/afkomendur upprunalega hönnuðarins séu í máli við Sebra útaf þessu ? Fengu þeir nokkuð leyfi/samþykki til að hefja framleiðslu á rúminu ?

    • Svart á Hvítu

      29. August 2014

      Ég einmitt rakst á e-ð tengt því mjög nýlega á netinu en ekki frá fyrirtækinu sjálfu né afkomandanum sem heldur úti heimasíðunni http://www.junosengen.dk. Það hafa fleiri fyrirtæki en Sebra framleitt svona rúm samkvæmt junosengen.dk, og mér skylst að Sebra sé núna búið að næla sér í réttinn? Væri samt áhugavert að kynna sér það nánar:) En miðað við að Sebra tekur t.d. þátt í fjölmörgum vöru og hönnunarsýningum væri ótrúlegt ef þau væru ekki með réttinn.
      -Svana

  2. Soffia

    29. August 2014

    Það hafa þá verið til slatti af rúmum þegar að framleiðslu var hætt. Mamma og systur hennar keyptu 3 rúm frá Köben 1962. Eitt þeirra er til sölu núna, í orginal föööölbláum lit ;)

  3. Gígja

    29. August 2014

    Dóttir mín sefur í einu svona gömlu sem við settum í stand og máluðum svart :-) Elska þessi rúm !!

  4. Erla

    29. August 2014

    Ég keypti mitt svona rúm á heilar 7000 krónur í Frúnni í Hamborg á Akureyri fyrir ca 11 árum síðan :) Líklega bestu kaup sem ég hef gert :)

  5. Helga

    30. August 2014

    Hvað kostar svona?

  6. Heiður

    30. August 2014

    Þetta eru fallegustu rúmin:)
    En í sambandi við réttinn á rúmunum þá lítur allt út fyrir að Sebra hafi bara byrjað framleiðslu án þess að hafa nælt sér í nein leyfi… Þetta segir Dorthe Lohmann, barnabarn hönnuðarins: “Producenten af sengen fra Sebra har uden tilladelse kopieret den gamle Junoseng, min mor ejer stadig Junosengens grunddesign, desværre kan jeg ikke på nuværende tidspunkt skrive mere detaljeret om dette.” -Hún hefur áður sagt einhvað svona smáræði í sambandi við þetta mál, og að þau séu að vinna í málskókn. Veit því miður engan status á þessu þar sem hún hefur talað í algjörum detailum varðandi þetta.
    Höfundar/hönnunarréttur (eða hvað þetta er kallað…) er 70 ár eftir dauða í Danmörku, svo þetta lítur allavega ekki vel út ef rétt reynist fyrir Sebra þar sem það er tekið mjög strangt á svona málum hérna.
    Fleiri rúm hafa verið gerð, td. Noah’s bed http://www.noahbeds.dk/, en mér skilst að Sebra sé eini framleiðandinn sem hreinlega hefur kóperað alla hönnunina án breytinga.

    Vona að ég sé ekki að fara með nein röng mál hérna. En það verður spennandi að fylgjast með. Design dramaaa! :)

    • Svart á Hvítu

      30. August 2014

      Jiii þetta er nú bara spennó!! núna verð ég að grúska smá um þetta:)