Ég viðurkenni að ég er skotin í þessari skál og reyndar líka í hönnuðinum sem er algjör æðibiti. Þessvegna gleðst ég með henni Önnu Þórunni minni sem hannaði skálina fyrir langa löngu en skálin kom loksins til landsins í gær frá framleiðandanum eftir tveggja ára bið! Það er nefnilega ekkert grín að framleiða svona skál og ekki hver sem er sem ræður við formið og gæðakröfur. Ég heyrði eldsnöggt í Önnu hvernig tilfinning það væri að vera loksins komin með “barnið” sitt í hendurnar, “Það er eiginlega ólýsandi tilfinning… ég eiginlega trúi þessu ekki enn. Ótrúleg gleði, þakklæti og léttir.” Skálarnar eru handgerðar og úr miklum gæðum og eru væntanlegar í Epal fyrir helgi:)
3 Skilaboð
-
Hvað heitir skálin?
-
Veistu nokkuð verðið á henni :)?
Skrifa Innlegg