fbpx

DRAUMA ANTÍK KAUP

HönnunPersónulegtUppáhalds

Í fríinu okkar í Svíþjóð fórum við í stutta heimsókn í lítinn smábæ með vinkonu minni sem hafði farið þangað áður. Bærinn heitir Limmared, algjört krummaskuð og lítið þar um að vera annað en að tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga og laugardaga eru opnir þar fjölmargir flóamarkaðir eða Loppis! Vitandi að við vorum aðeins með eina innritaða tösku fyrir flugið var ég frekar róleg en það var margt fallegt að sjá, og ég datt í lukkupottinn þegar ég fann sjaldgæfa glersveppi eftir glerhönnuðinn Monica Backström sem framleiddir voru af Kosta Boda uppúr 1970.

Foreldrar mínir hafa átt tvo svona lampa síðan ég man eftir mér, en annar þeirra brotnaði fyrir nokkrum árum og vonandi finnum við eins einn daginn. Upphaflega ætlaði ég að leyfa mömmu að eiga lampann sem ég keypti (þessi minni er ekki lampi), en mamma er á því að ég eigi að eiga þessa fallegu sveppi enda mjög Svönulegir og algjörlega í mínum litum sem er ótrúleg tilviljun því þeir eru langfæstir í svona litasamsetningum.

Ég er að minnsta kosti alsæl með þessi kaup – og sitthvað annað fylgdi með heim, sýni ykkur það næst!

Upplýsingar um “Loppis þorpið finnið þið hér!

HEIMSÓKN Í SMÁRALIND // ÚTSÖLULOK

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elín

    1. August 2018

    Þvílíkur fjársóðsfundur! Ég er búin að þræða loppisa og antiksölur í Svíþjóð í heilt ár í leit að einmitt svona lampa en án árangurs :/ þó margt annað fínt hafi fengið að fylgja mér heim ;)

    • Svart á Hvítu

      3. August 2018

      Ji í alvöru! Vonandi hefur þú heppnina með þér sem fyrst <3