Ég hef margoft birt myndir af doppóttum herbergjum, enda ótrúlega skemmtileg, ódýr og flott lausn til að flikka upp á herbergi. Núna í dag sé ég þó varla mynd af íslenskum barnaherbergjum á netinu án þess að doppur komi við sögu, svo það mætti segja að það sé svo sannarlega doppuæði að ganga yfir landann:)
Hér eru nokkrar myndir til viðbótar til að veita enn meiri innblástur fyrir þau ykkar sem eruð ekki ennþá búin að meðtaka doppuæðið;)
Svo er þessi hér að ofan fyrir þá sem vilja fara “all in”.
Og ef þú fílar ekki að skella doppum á vegginn, þá er um að gera að hafa t.d. rúmfötin eða púða doppótta!
P.s. Ég rakst nýlega á sniðugt íslenskt límmiðafyrirtæki sem heitir FORM límmiðar, -áhugasamir geta nælt sér í svona fína doppulímmiða þar:)
Skrifa Innlegg