fbpx

DJÚSÍ MOTTUR Á IKEA ART EVENT 2019

Ikea

Þann 2. maí n.k. birtist IKEA Art Event í fimmta skipti með látum. Um er að ræða línu af skemmtilegu mottum sem allar eru ótrúlega ólíkar, skapaðar af hönnuðum á heimsmælikvarða, m.a. er ein mottan úr línunni hönnuð af listrænum stjórnanda Louis Vuitton.

“Átta hönnuðir úr fremstu röð hafa hver fyrir sig hannað IKEA mottu í nútímalegum stíl. Þessi einstöku „ofnu listaverk“ eru gerð fyrir hversdagsleg heimili, en gætu jafnvel átt heima á listagalleríum. Motturnar eru allar úr ull eða öðrum náttúrulegu efnum, aðeins ein þeirra er ofin í vél en hinar sjö eru handunnar af handverksfólki á Indlandi og Egyptalandi.”

Virgil Abloh

Virgil Abloh er hönnuður og listrænn stjórnandi hjá Louis Vuitton og stofnandi tískumerkisins Off-White.

Hans framlag til IKEA Art Event 2019 er kaldhæðin túlkun hans á afskiptasömum foreldrum sem vernda húsgögn sín sama hvað það kostar. Tilvitnunin á miðri hefðbundinni mottunni umbyltir hugmyndinni um persneskar mottur og stríðir gegn hefðinni.

„Á kaldhæðinn hátt vek ég athygli á þá sýn sem fólk hefur lengi haft á húsgögnum, þar sem stofan er útstilling en ekki staður sem þú nýtur þín á. Foreldrar eru stöðugt að passa að húsgögnin skemmist ekki og það held ég að hafi áhrif á hugsunarhátt barna.“

CHIAOZZA

Saman eru þau þekkt sem CHIAOZZA. Adam Frezza og Terri Chiao hafa unnið með mörg mismunandi listform til dæmis málun, skúlptúr, innsetningar, klippimyndir og ljósmyndun.

Bandaríska tvíeykið setti á laggirnar gallerí í New York árið 2011 og hafa bæði haldið einstaklings- og hópsýningar víða í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum listsýningum.

„Mottan býður fólki á öllum aldri að dreifa úr sér, láta sig dreyma og týnast aðeins í litlum augnablikum sem leikur felur í sér.“

Supakitch

SupaKitch er franskur listamaður sem vinnur með ýmis listform eins og akrílmálun, klippimyndir, veggjalist, silkimálverk og húðflúr. Hann sækir innblástur sinn í tónlist, asískar manga teiknimyndir og kvikmyndir.

„Líkt og tótemdýr er snákurinn andlegur leiðbeinandi sem hefur heilandi mátt. Snákar skipta um ham og eru því tákn um endurholdgun.“

Craig Green

Craig Green er fæddur í London og er einn af mest frumlegustu fatahönnuðum Bretlands.

Hann er þekktur fyrir að rugga bátnum með hönnun sinni sem oft og tíðum afnemur staðalímyndir kynjanna, og tekur mið af hugmyndum einkennisbúninga og notagildi þeirra.

„Með þessari mottu langaði mig að túlka hugmynd mína af paradís, að flýja raunveruleikann. Að búa til inngang sem leiðir okkur að einhverju sem er betra.“

Noah Lyon

Noah Lyon er fjöllistamaður sem starfar bæði í Brooklyn, New York, og á Gotland, Svíþjóð. Hann hefur haldið sýningar í galleríum og á söfnum um allan heim.

Verk hans eru meðal annars að finna á söfnum eins og MoMA, The Tate Britain, The Menil Collection, The Brooklyn Museum og The Whitney Museum of American Art.

„Mottan endurskapar hvirfilvind af lífi fólks sem tengist innbyrðis á sama tíma og veröldin hringsnýst í alheiminum.“

Filip Pagowski

Filip Pagowski er fæddur í Póllandi. Hann er grafískur hönnuður sem er fullur af lífsorku og er þekktur fyrir djarfa lögun og sjónræna list.

„Abstrakti taktur mynstursins mótar endurtekið netmynstrið og úr verður heillandi og ófullkomin niðurstöðu.“

Seulgi Lee

Motta kóresku-frönsku listakonunnar, Seulgi Lee’s, er túlkun hennar á franska orðatiltækinu „glaður eins og fiskur í vatni“. Allar mottur geta skilgreint rými. Með mottunni vildi Seulgi hleypa birtu vatnsins og geislandi litum þess innandyra.

„Hugur minn leitaði til handverkfólks á Norður-Indlandi, Kóresku drottningarinnar, Heo Hwang-ok, en umfram allt leitaði hún í kraft litanna. Verum glöð. Eins og fiskur í vatni.“

Misaki Kawai

Japanska listakonan Misaki Kawai er þekkt á alþjóðavísu fyrir innsetningar unnar úr pappír, við, og textíl. Fyrir henni snýst list um að hafa gaman.

„Ég fæ innblástur af skemmtilegum hlutum, skrítnum hlutum og loðnum hlutum – sem er ein af ástæðunum fyrir því að mér þótti gaman að hanna þessa mottu, hún er mjög loðin. Útkoman er góð og það er frábært að margir koma til með að geta notið mottunnar.“

Myndir // Ikea

Ég hrífst af nokkrum mottum úr línunni, hvaða motta heillar ykkur mest?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SÆTAR SUMARGJAFIR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Berglind

    27. April 2019

    Ljónin og snákurinn ?