fbpx

DIY : PÍPULAGNIR

DIY

Pípulagnir heilla mig, sérstaklega þegar búið er að föndra heilu húsgögnin úr þeim, lampa eða fatahengi fyrir heimilið. Það er þessi hrái iðnaðarstíll sem er svo flottur við pípulagnirnar og í raun ættu flestir að geta búið til eitthvað þar sem auðvelt er að tengja saman bútana.

Ég stakk upp á því um daginn við húsgagnasmiðinn minn hvort við ættum að búa okkur til matarborð þar sem grindin væri úr pípulögnum. Ótrúlegt en satt þá tók hann bara ágætlega í hugmyndina, en við eigum fyrir fallegt 60’s danskt tekkborð, sem er hægt að stækka í þokkabót svo þetta er ekki auðveld ákvörðun.

Pípulagnir eða hitalagnir á veggjum eins og þessar hér að ofan eru líka gullfallegar, og praktískar líka!
Myndina hér að ofan tók ég á nýja veitingarstaðnum Nýja Bryggjan á Akureyri í vikunni, en þar voru mörg borðin smíðuð úr pípulögnum.
Svolítið töff, er það ekki?

STRANDGATAN

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Daníel

    22. April 2013

    mjög flott

  2. Arna

    22. April 2013

    Hæ, geturðu sagt mér hver stærðin er á Andy Warhol plakatinu sem fæst í Moderna Museet?

  3. Arna

    23. April 2013

    Hvaða veitingastaður er þetta á Akureyri, maður verður nú að kíkja bara til að sjá. Virkilega flott.

    • Svart á Hvítu

      24. April 2013

      Hann heitir Nýja Bryggjan og er við sjóinn:) Þú getur lesið meira um hann í næsta Hús og Híbýli.. rosa flottur staður:)