Pípulagnir heilla mig, sérstaklega þegar búið er að föndra heilu húsgögnin úr þeim, lampa eða fatahengi fyrir heimilið. Það er þessi hrái iðnaðarstíll sem er svo flottur við pípulagnirnar og í raun ættu flestir að geta búið til eitthvað þar sem auðvelt er að tengja saman bútana.
Ég stakk upp á því um daginn við húsgagnasmiðinn minn hvort við ættum að búa okkur til matarborð þar sem grindin væri úr pípulögnum. Ótrúlegt en satt þá tók hann bara ágætlega í hugmyndina, en við eigum fyrir fallegt 60’s danskt tekkborð, sem er hægt að stækka í þokkabót svo þetta er ekki auðveld ákvörðun.
Skrifa Innlegg