fbpx

desire…

Hitt og þetta
*

Ég er ástfangin af þessum bleika lit. Væri sko meira en til í að hafa herbegið mitt svona. Svo er posterinn líka aðeins of flottur. Fann hann eftir smá leit á netinu, en kostaði um 60$ sem er aaaðeins of mikið!

Svo þegar ég flyt loksins til Íslands eftir nokkur ár þá fær bókahillan mín að vera litaflokkuð. Finnst það afar smart! Best að halda áfram bókasöfnuninni!
En þangað til held ég áfram að geyma fallegu hælaskónna mína þar.
Er með nokkrar vel valdar hér úti hjá mér en verð í nokkur ár í viðbót að safna uppí svona fína hillu eins og hér fyrir ofan!
uppáhaldsbækurnar mínar þessa stundina eru;
Fashionista, a century of style icons. -Mjög gaman að eiga
Desire, the shape of things to come. -Ein sú flottasta um hönnun sem ég á
1001 leið til að slaka á– haha einn áhyggjufullur gaf mér hana. -Ég er alltaf stressuð!
Og síðast en ekki síst…
Gullna reglubókin-Dale Carnegie -Mjög hollt að lesa í hverri viku. (aðeins 6 litlar bls:)
Svo er ég alltaf með svona í huganum. Hengja hálsmenin mín fallega uppá vegg sem skraut!

Finnst svo þessir lampar to die for. Mín elskulegu amma og afi ætluðu að gefa sinn fyrir stuttu, en í dag er vel passað uppá hann fyrir mig:) Finnst þeir aðeins of fallegir.

Væri svo til í svona fönký stiga heim til mín. Veit samt ekki hvernig ætli sé að hlaupa niður hann?


Er komin í kaupbann eins og er.. en það nær bara yfir mig sjálfa, sem þýðir að ég má kaupa mér eitthvað í íbúðina mína! Er í missioni að klára að gera kósý heima hjá mér fyrir sumarið.
En er að leita af skenk undir sjónvarpið mitt. Ætla að finna einhvern á second hand markaðnum næstu helgi, mála hann í trylltum lit og skellta gullhöldum á hann. Sé hann í hyllingum!
Klára að fylla sófann minn af púðum. Og finna flottann poster á vegginn. Ætti að geta gert allt þetta fyrir mjög lítinn pening.

-S

hliðarflétta...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Aslaug

    2. February 2010

    Gerðu SJÁLF bara poster Svana Lovísa! :)

  2. Svana

    2. February 2010

    Nei ég er svo einstaklega heppin að eiga vinkonu sem er að læra grafíska hönnun sem ætlar að gera það fyrir mig! *BLIKK*