Mér var bent á virkilega skemmtilega þætti í kvöld sem bera heitið Danmarks skønneste hjem! Ég er þó bara búin að horfa á einn þátt en mun klárlega klára seríuna um leið og tími gefst til. Þættirnir eru þannig uppbyggðir að þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fyrst fáum við að kynnast örlítið íbúunum áður en að dómnefndin mætir á svæðið og gefur heimilinu einkunn. Eitt heimili kemst svo áfram og keppir svo í úrslitunum, engar áhyggjur það er búið að birta alla þættina fyrir þá sem eru spenntir að sjá hvaða heimili er fallegasta heimilið í Danmörku! HÉR.
Í þættinum sem ég horfi á áðan voru gamlir hippar heimsóttir og heimili sem á heima á forsíðu Bolig tímaritsins svo hressandi var það, þó vann ekki heimilið sem ég hélt með!
P.s. ég hef ákveðið að fresta síðasta gjafaleiknum fram í næstu viku vegna mikilla anna, ég er að nefnilega að fara til Hollands á skemmtilega hönnunarsýningu í vikunni og verð akkúrat úti á þeim tíma sem að leikurinn ætti að vera.
Þó get ég sagt ykkur að verðlaunin hafa verið ákveðin, og þau eru dönsk! Og giskiði nú;)
-Svana
Skrifa Innlegg