Eitt af því skemmtilega við að hefja nýtt ár er að byrja á nýrri dagbók, en þeir sem kannast nokkuð vel við mig vita að ég er gleymin langt yfir eðlilegum mörkum. Ég hef alltaf verið með allskyns glósubækur og litlar dagbækur á mér en oft gleymt í hvaða bók ég skrifaði hvað og var því eitt af mínum áramótamarkmiðum að vera aðeins meira með á nótunum og því þurfti ég góða dagbók. Ég fylgdist með Karen Lind mínum sérstaka dagbókarráðgjafa þegar hún var í dagbókarhugleiðingum -sjá hér, og endaði því á að velja íslensku dagbókina Munum. Núna hef ég haft þessa elsku mér við hlið í nokkra daga og fylli út to-do lista í upphafi hverrar viku sem hentar mér afar vel, ásamt því eru hvetjandi setningar eins og “A goal without a plan is just a wish” og annað í þeim dúr. Ég er búin að vera ansi dugleg að fylla út blaðsíðurnar í minni bók en fremst í henni er markmiðatré sem gott er fyrir alla að fylla út, við vorum einmitt látin gera þannig á Dale Carnegie námskeiðinu sem ég fór á og það virkar mjög vel að skrifa sín markmið niður, það er nefnilega ekki nóg að hugsa þau.
Munum dagbókinni hefur verið tekið ótrúlega vel en fyrst um sinn fannst mér ég ekki geta bloggað um hana því hún varð uppseld allstaðar en svo sá ég á facebook síðunni þeirra að nýtt upplag kemur út í dag svo það er um að gera að nýta tækifærið! Það sem ég held að ég muni komast yfir mörg verkefni með þessa dagbók í veskinu, núna er bara eins gott að ég muni eftir henni! Ég get svo sannarlega mælt með þessari snilld:)
Skrifa Innlegg