fbpx

BROT AF HÖNNUNARMARS

Íslensk hönnunUmfjöllun

Ég er búin að vera á vappinu frá því að Hönnunarmars hófst á miðvikudag, er reyndar búin að fara á of margar opnanir sem hefur svo sannarlega tekið sinn toll. Afskaplega skemmtilegt allt saman en ég er alveg tilbúin í rólegri daga núna:) Þó hefur mér ekki enn tekist að sjá allar sýningar svo morgundagurinn verður tekinn með trompi til að ná öllu áður en Hönnunarmars klárast!

IMG_3654

Mér tókst reyndar að draga þennan með mér í dag á bæjarrölt, í Þjóðmenningarhúsinu er sýning FÍT -félag íslenskra teiknara. (Grafískir hönnuðir) þar má t.d. sjá sýninguna Fegursta orðið sem er skemmtileg.

IMG_3625

Í Hörpu má sjá ýmislegt… bæði frá íslenskum húsgagnaframleiðendum, hönnuðum og gullsmiðum.

IMG_3615

ÖRK er fallegt hliðarborð eftir Kristbjörgu Maríu Guðmundsdóttur, það er til sýnis í Kraum.

10014620_10152228519456676_2146961466_n

Hátækniprjónað teppi eftir Vík Prjónsdóttir og Petru Lilju, til sýnis í Hannesarholti, en þar er frábær sýning sem ég þarf að skoða betur á morgun, -sá lítið á opnuninni fyrir fólki:)

IMG_3637

Samspil- Félag gullsmiða sýnir í Hörpu, þessi fallega bjalla er eftir Orra Finn.

IMG_3623

Andrea Röfn í Hörpu… LÍNUR, -er samstarfsverkefni Hildar Yeoman, Barkar Sigþórssonar og Ellenar Lofts.

L1040021

Trylltir speglar eftir Auði Gná í Epal.

IMG_3567

Lampar eftir Önnu Þórunni í Epal.

IMG_3573

Reykjavík Trading co í Epal.

10006464_603504619725751_647432774_n

Selected by Bility er til sýnis í Aurum.

10151788_603504696392410_346934417_n

10007472_603504439725769_1335995971_n

Hönnunarverkefnið Austurland: innblástursglóð er til sýnis í Spark design space.

10153001_603504376392442_351043682_n

Staka -María Kristín sýnir fallega leðurfylgihluti í 38 þrepum á Laugavegi.

IMAG4718

Svo ein góð af fyrirlestrinum sem haldinn var á fimmtudaginn, -ég er ekki frá því að þessi mynd sé betri en fyrirlesturinn sjálfur með Calvin Klein. Sá gamli var ekki alveg meðetta.

Ég hef ekki séð allar sýningarnar svo ég á erfitt með að segja hver er best, en þó mæli ég með að kíkja á:

Selected by Bility í Aurum, 

Spark design space 

Hannesarholt, Grundastíg 10 / Vík Prjónsdóttir+Petra Lilja, Hanna Dís Whitehead og Rúna Thors.

Staka -38 þrep Laugarvegi.

Epal 

Harpa

Þjóðmenningarhúsið – FÍT

Hönnunarsafnið Garðabæ – Dögg Guðmundsdóttir -Heimar

Fosshótel Lind -Rauðarárstíg 18, nemendaverk frá LHÍ og Hönnunarherbergið.

Crymogega Barónsstíg, Postulína kynnir Jökla nýtt matarstell.

Vakka Remix- íslenskir hönnuðir breyta Iittala geymsluboxi, -Kvosin hótel Kirkjutorgi 4.

ShopShow-norræn samtímahönnun, Hafnarborg -Hafnarfjörður.

Og fyrir þá sem hafa enn meiri tíma þá mæli ég með að kíkja á dagskrá Hönnunarmars og sjá fleiri viðburði:)

Njótið!

HÖNNUNARHERBERGIÐ: KEPPNI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kata

    31. March 2014

    Hvað heitr hönnuðurinn sem hannað ljósi sem eru á mynd 2 á þessu bloggi og hvar getur maður keypt þá :)