Ég er búin að vera á vappinu frá því að Hönnunarmars hófst á miðvikudag, er reyndar búin að fara á of margar opnanir sem hefur svo sannarlega tekið sinn toll. Afskaplega skemmtilegt allt saman en ég er alveg tilbúin í rólegri daga núna:) Þó hefur mér ekki enn tekist að sjá allar sýningar svo morgundagurinn verður tekinn með trompi til að ná öllu áður en Hönnunarmars klárast!
Mér tókst reyndar að draga þennan með mér í dag á bæjarrölt, í Þjóðmenningarhúsinu er sýning FÍT -félag íslenskra teiknara. (Grafískir hönnuðir) þar má t.d. sjá sýninguna Fegursta orðið sem er skemmtileg.
Í Hörpu má sjá ýmislegt… bæði frá íslenskum húsgagnaframleiðendum, hönnuðum og gullsmiðum.
ÖRK er fallegt hliðarborð eftir Kristbjörgu Maríu Guðmundsdóttur, það er til sýnis í Kraum.
Hátækniprjónað teppi eftir Vík Prjónsdóttir og Petru Lilju, til sýnis í Hannesarholti, en þar er frábær sýning sem ég þarf að skoða betur á morgun, -sá lítið á opnuninni fyrir fólki:)
Samspil- Félag gullsmiða sýnir í Hörpu, þessi fallega bjalla er eftir Orra Finn.
Andrea Röfn í Hörpu… LÍNUR, -er samstarfsverkefni Hildar Yeoman, Barkar Sigþórssonar og Ellenar Lofts.
Trylltir speglar eftir Auði Gná í Epal.
Lampar eftir Önnu Þórunni í Epal.
Reykjavík Trading co í Epal.
Selected by Bility er til sýnis í Aurum.
Hönnunarverkefnið Austurland: innblástursglóð er til sýnis í Spark design space.
Staka -María Kristín sýnir fallega leðurfylgihluti í 38 þrepum á Laugavegi.
Svo ein góð af fyrirlestrinum sem haldinn var á fimmtudaginn, -ég er ekki frá því að þessi mynd sé betri en fyrirlesturinn sjálfur með Calvin Klein. Sá gamli var ekki alveg meðetta.
Ég hef ekki séð allar sýningarnar svo ég á erfitt með að segja hver er best, en þó mæli ég með að kíkja á:
Selected by Bility í Aurum,
Spark design space
Hannesarholt, Grundastíg 10 / Vík Prjónsdóttir+Petra Lilja, Hanna Dís Whitehead og Rúna Thors.
Staka -38 þrep Laugarvegi.
Epal
Harpa
Þjóðmenningarhúsið – FÍT
Hönnunarsafnið Garðabæ – Dögg Guðmundsdóttir -Heimar
Fosshótel Lind -Rauðarárstíg 18, nemendaverk frá LHÍ og Hönnunarherbergið.
Crymogega Barónsstíg, Postulína kynnir Jökla nýtt matarstell.
Vakka Remix- íslenskir hönnuðir breyta Iittala geymsluboxi, -Kvosin hótel Kirkjutorgi 4.
ShopShow-norræn samtímahönnun, Hafnarborg -Hafnarfjörður.
Og fyrir þá sem hafa enn meiri tíma þá mæli ég með að kíkja á dagskrá Hönnunarmars og sjá fleiri viðburði:)
Njótið!
Skrifa Innlegg