fbpx

BORÐ FRÁ SYSTRUNUM GRÆNU & KOPARVASINN GÓÐI

Fyrir heimilið

Eruð þið ekki alveg pottþétt með á hreinu að það er að koma nýr gámur í Söstrene Grene stútfullur af þessum borðum svo það verði pottþétt enginn útundan á landinu. Því á hvað eigum við annars að leggja kopar Omaggio vasann okkar (!)

bord2+DD

Og eruð þið ekki líka pottþétt með á hreinu að það er að koma sending af 12 cm kopar vösunum í Hrím þann 18.desember?

Klárlega einar vinsælustu vörur ársins?

Ég er sek, því ég luma á einum svona stórum uppá hillu. Var þó hætt við að eignast hann þegar ég sá í hvað stefndi en fékk hann svo í gjöf og get ekki neitað að mér þykir hann afskaplega fallegur:)

Kannski einhverjir hér sem eiga bæði vasa og borð?

VÍK PRJÓNSDÓTTIR BY ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Júlía

    12. December 2014

    Haha eg keypti mer svona vasa og hafði ekki hugmynd hvað þetta var mikið mal,:)
    Sa fyrir tilviljun a FB að það var verið að auglýsa hann (fyrsta skiptið sem eg sa eh tengt þessu) og var vakandi kl 6 hvorteðer og keypti 2 vasa.

  2. Pálína Björk Matthíasdóttir

    12. December 2014

    Já… samt smá leiðinlegt. Ég var svo spennt fyrir koparvasanum og keypti hann í forsölu í erlendri vefverslun einhverntíman snemma í vor. Svo er þetta bara crazyness núna. En fallegur er hann. Hef þó ekki keypt borðið…

  3. Soffia

    12. December 2014

    Ég held að það megi ekki gleyma Cross teppinu og doppum á veggjum, sem hluta af klisjum ársins :)

    • Svart á Hvítu

      12. December 2014

      Hahahah já var að íhuga að gera heila færslu með því öllu, en ég er svosem svo sek af mörgum þeim:) Erfitt að standast þetta allt!
      Svo er reyndar fáránleg aukning á Kubus kertastjakanum og svo Pov veggkertastjakinn frá Menu allt saman ómissandi að sjálfsögðu:)

  4. Sibel Anna

    12. December 2014

    Síðan má ekki gleyma apanum frá Kay Bojesen haha :)

    • Svart á Hvítu

      13. December 2014

      ooooo ég er svo sek um að eiga hann líka! Æj hann nú svo klassískur og sætur:)