fbpx

BÓKIN Á ÓSKALISTANUM // HÁRBÓKIN EFTIR THEODÓRU MJÖLL

Óskalistinn

Theodóra Mjöll vinkona mín, snillingur með meiru og fyrrverandi meðlimur okkar hér á Trendnet fagnaði í gær útgáfu á splunkunýrri og gullfallegri Hárbók sem var að lenda í verslunum. Bókin er svo falleg að hún á eftir að prýða mörg sófaborð til skrauts – það er ég viss um. Ég hlakka mikið til að næla mér í eintak og mögulega sjá fram á betri hárdaga – ég hef mjög oft nefnt við Theodóru að hún megi kenna mér einfaldar greiðslur og þessi bók mun án efa koma mörgum að góðum notum ♡ Hárbókin: 58 greiðslur fyrir öll tilefni er eftir Theodóru Mjöll Skúladóttur og myndirnar tók Saga Sig.

“Í þessari glæsilegu og handhægu bók eftir Theodóru Mjöll eru 58 gerðir af greiðslum fyrir alla aldurshópa; fléttur, tögl, hversdagsgreiðslur, letidagsgreiðslur, fermingargreiðslur og fínar uppgreiðslur.Hér má einnig finna hagnýt ráð um hárumhirðu, hárþvott og hárnæringu, undirbúning hársins fyrir greiðslur og ýmislegt fleira sem kemur að góðu gagni.Theodóra Mjöll er hárgreiðslukona og vöruhönnuður. Hún er höfundur metsölubókanna Hárið og Lokkar og vinsælla Disney-hárgreiðslubóka.Rakel Tomas hannaði útlit bókarinnar sem prýdd er ljósmyndum Sögu Sig.”

Jólagjöfin í ár?

Til hamingju elsku Theodóra með útgáfu á enn einu meistaraverkinu. Algjört hæfileikabúnt fram í fingurgóma ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DRAUMA ÍSLENSKT JÓLASKRAUT // WINTER STORIES

Skrifa Innlegg