Þar sem að ég er vakna u.þ.b. tvisvar til þrisvar sinnum á næturnar til að gefa litla krílinu að drekka þurfti ég að finna mér e-a afþreyingu, -ég er ekki mjög hlynnt því að hanga í snjallsímum yfir höfðinu á ungabarni, það bara getur ekki verið hollt. Ég rændi því þessari bók af mömmu í gærkvöldi, “Laðaðu til þín það góða” eftir Sirrý. Ég er rétt byrjuð á henni en er alveg orðin föst, ekki það að þetta sé spennusaga, heldur einstaklega vel skrifuð, áhugaverð og uppbyggjandi bók. Eitthvað sem allir hefðu gott af því að lesa. Sumir myndu flokka þetta sem sjálfshjálparbók, -alveg minn tebolli:)
“Fyrst er að ákveða að laða til sín það góða. Og þá þarf maður að vanda sig að lifa – lifa eins fallega og manni er unnt hvern dag, gera það besta úr aðstæðum sem við er að eiga hverja stund. Þetta krefst þess að maður vandi sig í samskiptum, leggi rækt við hið jákvæða í tilverunni og sinni sér vel.”
Hlakka til að klára hana á næstu dögum, mælið þið með fleiri bókum sem falla í þennan sama flokk?
:)
Skrifa Innlegg