fbpx

BÓKIN Á NÁTTBORÐINU

BækurPersónulegt

Þar sem að ég er vakna u.þ.b. tvisvar til þrisvar sinnum á næturnar til að gefa litla krílinu að drekka þurfti ég að finna mér e-a afþreyingu, -ég er ekki mjög hlynnt því að hanga í snjallsímum yfir höfðinu á ungabarni, það bara getur ekki verið hollt. Ég rændi því þessari bók af mömmu í gærkvöldi, “Laðaðu til þín það góða” eftir Sirrý. Ég er rétt byrjuð á henni en er alveg orðin föst, ekki það að þetta sé spennusaga, heldur einstaklega vel skrifuð, áhugaverð og uppbyggjandi bók. Eitthvað sem allir hefðu gott af því að lesa. Sumir myndu flokka þetta sem sjálfshjálparbók, -alveg minn tebolli:)

IMG_1354

“Fyrst er að ákveða að laða til sín það góða. Og þá þarf maður að vanda sig að lifa – lifa eins fallega og manni er unnt hvern dag, gera það besta úr aðstæðum sem við er að eiga hverja stund. Þetta krefst þess að maður vandi sig í samskiptum, leggi rækt við hið jákvæða í tilverunni og sinni sér vel.”

IMG_1355

Hlakka til að klára hana á næstu dögum, mælið þið með fleiri bókum sem falla í þennan sama flokk?

:)

ÓSKALISTINN: BANGSAHAUS

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Heiðrún María

    30. September 2014

    Alchemistinn eftir Paulo Coelho er mjög góð :) Skáldsaga með uppbyggjandi boðskap, að elta draumana sína.

  2. Sunna Guðný

    30. September 2014

    Alveg sammála með snjallsímann og brjóstagjöfina, tímanum er mun betur varið svona :)
    En má ég spyrja hvaðan rúmfötin og náttborðið eru?

    • Svart á Hvítu

      30. September 2014

      Rúmfötin eru frá H&M home, og náttborðið er frá Kartell og var keypt í Epal, heitir Componibili:)

  3. Sigga

    30. September 2014

    Hvar fékkstu þetta plaggat? :)

  4. Helgi Omars

    30. September 2014

    Kannski pínu out there – en bók sem heitir How To Be Happy er gjörsamlega stórkostleg. Getur keypt hana á Amazon, bestu kaup sem ég hef gert :)

  5. Elísabet

    30. September 2014

    Er nýbökuð móðir líka og er að lesa bók sem heitir “árin sem engin man” og fjallar um frumbernskuna og áhrifin sem við höfum á krílin okkar :) Finnst þetta ætti að vera skyldulesning f. alla foreldra :)

    • Svart á Hvítu

      30. September 2014

      Hljómar mjög vel, takk!:) Og til hamingju með krílið, þetta er best:)

  6. Sigrún

    1. October 2014

    Hefurðu lesið Lean In eftir Sheryl Sandberg? Hún er mjög uppbyggileg, mæli með henni :)

    • Svart á Hvítu

      1. October 2014

      Ahhh já hún var nú einhverntíman á lista hjá mér, þarf klárlega að kíkja á hana!

  7. Hildur Ragnarsdóttir

    1. October 2014

    ég er ánægð með þig! Ég vissi að þú myndir fara lesa einn daginn ;)

    Ég á heilan helling af “sjálfshjálpar” bókum ef þú vilt fá lánað!

    xx

  8. Elfa

    2. October 2014

    Fín Mynd :) má spurja hvar þú fékkst hana?