Bleiki dagurinn getur ekki verið annað en einn af mínum uppáhalds dögum. Bleiki dagurinn er vissulega gerður til þess að vekja athygli á bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini hjá konum og ótrúlegt að sjá hvað margir taka þátt í að vekja athygli á þessu fallega og góða málefni. Ég skellti mér í kimono skreyttum bleikum blómum og með bleikan trefil en gleymdi þó varalitnum og naglalakki sem var á planinu en það mætti þó segja að það sé bleiki dagurinn alla daga ársins á mínu heimili. Ég elska jú bleikann eins og þið mörg vitið nú þegar – ég deili því bleikum heimilismyndum í tilefni dagsins.
Ég er alltaf mikið spurð út í sófaborðið mitt, en það er úr Svartan línunni frá Ikea sem kom í takmörkuðu upplagi, sófinn Söderhamn er einnig frá Ikea og toppaði ást mína á bleikum.
Ég er fyrst núna að sjá hvað Finnsdóttir vasinn er skakkur í hillunni haha.. Hillan er hinsvegar Besta frá Ikea og ég sleppti að setja á hurð. Við skulum kalla þetta verkefni í vinnslu. Þessi gullfallegi spegill er eftir vinkonu mína Auði Gná sem hannar undir nafninu Further North – hægt að kaupa spegilinn hér.
Blóm í vasa gera svo mikið fyrir heimilið, þessi komu með mér heim eftir heimsókn til ömmu í gær sem fagnaði 80 ára afmæli og þurfti að losna við nokkra blómvendi ♡
Þessi fallegu silkiblóm fékk ég nýlega í Byko og mér finnst þau æðisleg, ég er nefnilega að reyna að minnka óþarfa eyðslu og ég var farin að leyfa mér ansi oft blómvendi. Þessi uppfylla að miklu leyti þörf mína fyrir að hafa falleg blóm í vösunum mínum:)
Þið skiljið bara eftir línu ef það er eitthvað annað sem ykkur langar til að vita.
Skrifa Innlegg