Mig langaði til að deila með ykkur nokkrum hlutum sem við Bjartur höfum eignast upp á síðkastið. Reyndar er einn gamall hlutur þarna (mottan) en hún er svo ægilega fín fyrir barnaherbergi finnst mér að ég vildi hafa hana með ásamt einum hlut sem við erum að bíða eftir að eignast.
1. Tígrahöfuðið keypti ég nýlega á frönsku vefversluninni smallable.com og lét senda til Cardiff þegar ég fór þangað á dögunum. Bibib merkið fæst reyndar líka hjá Mjólkurbúinu.is en það var ekki til tígrahöfuð, þó mörg önnur fín.
2. Design letter bolli, þeir eru úr plasti og mega því detta í gólfið sem er snilld. Fæst í Epal og Hrím.
3. Þennan flotta smekk keypti ég á opnuninni hjá Petit um daginn, mjög sniðugur því ég vaska hann svo upp eftir hverja máltíð.
4. Stuðkantur í rúmið frá Farg & Form, fæst hjá Petit.is.
5. Litríka mottan frá HAY sem ég keypti fyrir nokkrum árum en endaði svo lengi vel undir rúmi því hún var of litrík fyrir mig. En hún er æðisleg fyrir barnaherbergið:) Fæst hjá Epal.
6. Ég er að bíða eftir að þessir pöndu snagar frá Ferm Living komi aftur í Epal en þeir voru uppseldir um daginn, þeir fá að fara á fataskápinn sem er í herberginu.
7. Töffarapeysa á Bjart, við keyptum hana um daginn í H&M.
8. Flott mynstrað teppi í bílstólinn eða á rúmið, frá Petit.is.
9. Þessi lampi er of krúttlegur! Bubble er nýjasta viðbótin frá Tulipop, fæst t.d. í Epal og Hrím.
Það er erfitt að standast suma af þessum krúttlegu hlutum en ég þarf ekki að hugsa mig lengi um þegar ég rekst á fallega hluti fyrir herbergið hans Bjarts. Núna er ég að leita af fallegu ljósi í herbergið hans en sú leit hefur tekið ágætis tíma. Lumið þið á hugmyndum af flottum ljósum í barnaherbergi?
x Svana
Skrifa Innlegg