fbpx

BJARTUR, BETÚEL & BLÓMIN

Persónulegt

Ég varð að smella af mynd inni í stofu í dag svona rétt áður en blómin mín drepast sem ég fékk í tilefni konudags. Eins skemmtilegt og það er að eiga falleg blóm í vasa þá virðist það vera mér alveg ómögulegt að halda lífi í svona blómum, ég reyndi að fara eftir öllum ráðum í þetta sinn, en það lítur út fyrir að þetta verði minn síðasti blómvöndur. Næst fæ ég líklega kaktus.

IMG_2358 copy

Letidýrið hann Betúel lét fara vel um sig inni í óveðrinu í dag.

IMG_2362

Haldið þið að það sé huggulegt?

IMG_2354

IMG_2367

“Brothers from another mother”… æj svona fallega rauðhærðir báðir tveir;)

Þetta er ekki uppstillt mynd hér að ofan, litli gormurinn vildi bara ekki vera kyrr í myndatökunni. Ég er hinsvegar á fullu hér heima að undirbúa fermingarveislu, veit ekki alveg hvað ég var að koma mér útí haha. En það kemur út fermingarblað með Fréttablaðinu um helgina og ég var beðin um að dekka upp borð og skreyta. Ég hefði alltaf sagt nei við slíku en ákvað að prófa að slá til uppá gamanið. Vonandi að þetta heppnist vel og þá set ég myndir af afrakstrinum hingað inn, ef ekki, tjahh þá getið þið hvort sem er séð þetta um helgina;) 

Þar til næst, Svana.

FALLEGASTA BAÐHERBERGI ÁRSINS

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Hanna

    26. February 2015

    Hvar fékkstu rúmfōtin sem litli prinsinn liggur á ?

  2. Dagný Björg • MONDAY

    26. February 2015

    Fínu blómin – ég keypti svona blómastilkahníf í DÚKA á sínum tíma og það hefur lengt líf blómanna minna um allt að 2 vikur! Ég fékk einmitt rósir síðasta fimmtudag í afmælisgjöf og þær standa enþá sterkar og flottar :)

    Sá litli er svo mikið krútt :)

  3. vala

    4. March 2015

    hvaðan er stólinn sem kisi er að kúrast í :)?

    • Svart á Hvítu

      4. March 2015

      Stóllinn heitir Eros frá Kartell og er eftir Philippe Starck… fékk hann fyrir um 10 árum ca. Svo er þetta bara íslensk gæra ofan á:) Það er eflaust hægt að kaupa stólinn í gegnum Epal í dag.
      -Svana