Ég varð að smella af mynd inni í stofu í dag svona rétt áður en blómin mín drepast sem ég fékk í tilefni konudags. Eins skemmtilegt og það er að eiga falleg blóm í vasa þá virðist það vera mér alveg ómögulegt að halda lífi í svona blómum, ég reyndi að fara eftir öllum ráðum í þetta sinn, en það lítur út fyrir að þetta verði minn síðasti blómvöndur. Næst fæ ég líklega kaktus.
Letidýrið hann Betúel lét fara vel um sig inni í óveðrinu í dag.
Haldið þið að það sé huggulegt?
“Brothers from another mother”… æj svona fallega rauðhærðir báðir tveir;)
Þetta er ekki uppstillt mynd hér að ofan, litli gormurinn vildi bara ekki vera kyrr í myndatökunni. Ég er hinsvegar á fullu hér heima að undirbúa fermingarveislu, veit ekki alveg hvað ég var að koma mér útí haha. En það kemur út fermingarblað með Fréttablaðinu um helgina og ég var beðin um að dekka upp borð og skreyta. Ég hefði alltaf sagt nei við slíku en ákvað að prófa að slá til uppá gamanið. Vonandi að þetta heppnist vel og þá set ég myndir af afrakstrinum hingað inn, ef ekki, tjahh þá getið þið hvort sem er séð þetta um helgina;)
Þar til næst, Svana.
Skrifa Innlegg