fbpx

BIRTA BJÖRNS & JÚNIFORMDRAUMURINN

Íslensk hönnun

Í gærkvöldi hitti ég Birtu Björnsdóttur eiganda og hönnuð Júniform í verslun sinni á Strandgötu í Hafnarfirði. Hún hefur lengi verið ein af mínum uppáhalds fatahönnuðum og á ég þegar ágætis safn af flíkum úr hennar smiðju. Það vill líka svo skemmtilega til að ég bý aðeins u.þ.b. 30 skrefum frá versluninni og hef því kíkt stundum við á Helgu Sæunni vinkonu Birtu sem rekur verslunina. Á rölti mínu í gær um miðbæinn eftir vinnu kíkti ég við á þær stöllur í hvítvínsglas og fékk að forvitnast um lífið hjá Birtu sem stödd er á Íslandi í smá fríi í fyrsta skipti frá því að hún flutti til Spánar.

helga

Vinkonurnar Helga Sæunn og Birta, ég hafði reyndar í langan tíma haldið að þær væru systur og er víst alls ekki ein um það:)

431923_10151547820359525_348730262_n

Hvernig er svo lífið í Barcelona? Við fjölskyldan bjuggum í gamla miðbæ Barcelona í eitt ár. Það var frábært að vera þar en með tvö börn langaði okkur að fara í barnvænna umhverfi. Við tókum þá ákvörðun að flytja út fyrir Barcelona, reyndar bara um 30 mín frá, en upp í fjall, með skóginn og náttúruna allt í kring um okkur. Lífið í sveitinni er töluvert frábrugðið lífinu hér heima, það er stundum eins og maður sé einn í heiminum, sem ég elska. Krakkarnir mínir eru í skóla hér og altalandi á katalónsku. Við hjúin erum að læra spænsku þannig að börnin okkar eru með sitt leynitungumál. Ég nýt þeirra forréttinda að geta unnið heima í bílskúrnum mínum og þar hanna ég og bý til skartgripi og fylgihluti og sendi heim.

994053_10152042914009525_1268040928_n

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Ég vakna um 7 um morguninn og græja krakkana mína í skólann. Við þurfum að keyra um 10 mínútur í skólann og svo keyri ég manninn minn niður fjallið okkar á lestarstöðina þar sem hann tekur lestina inn í Barcelona til að komast í vinnuna sína. Svo er ferðinni heitið upp fjallið aftur (mjög hlykkjóttir vegir) og þá kem ég heim og dagurinn byrjar á vinnustofunni minni í bílskúrnum okkar. Þar bý ég til allar prufuflíkur og skart og sinni því sem þarf varðandi vinnuna mína. Stundum eyði ég einnig deginum inni í Barcelóna þar sem ég sanka að mér þeim efnum og því sem þarf til framleiðslunnar á flíkunum og skartinu. Yfir veturinn byrja ég daginn yfirleitt á að kveikja upp í arninum þar sem að kyndingin úti yfir veturinn er ekki mikil. Svo erum við með þónokkur dýr hjá okkur sem þarf að sinna og síðustu vikur höfum við verið að ala upp Hana sem hefur verið góður félagsskapur fyrir mig…Stundum sæki ég krakkana mína i hádeginu, því á Spáni er “siesta” og þá förum við oft inn í skóg í lautarferð saman. Um 5 leytið sæki ég krakkana í skólann og við förum yfirleitt að leika í garðinum okkar. Við eyðum miklum tíma úti þar sem að veðrið býður upp á mikla útiveru.

Screen Shot 2013-12-21 at 2.15.48 AM

Teikning eftir Birtu.

Hvaðan færð þú helst innblástur fyrir hönnun þína? Ég held að ég hafi alltaf fengið bestu hugmyndirnar mínar í vatniþ.e.a.s. í baði eða heitum potti. En ég fæ annars innblástur út um allt…úti í skógi, inni í borginni, úr blöðum, frá manninum mínum og börnum og svo frv. Ég var nú stödd úti á róló með krakkana mína um daginn þar sem að þau voru að klifra í risastórri klifrugrind sem var gerð úr reipi. Þar fékk ég hugmyndina að nýjum hálsmenum sem eru einnig gerð úr reipi/böndum.

Screen Shot 2013-12-21 at 2.05.15 AM

Hvað kom til að þú fórst líka að hanna skartgripi? Ég hef oft á tíðum verið með fylgihluti í búðinni minniklúta, skart og ýmislega fylgihluti. Svo þegar ég komst í föndurbúðirnar og gömlu rótgrónu kögur og gardínu verslanirnar í Barcelona fór allt á fullt. Það er ótrúlega gaman að komast loksins í fjölbreyttara úrval og geta eiginlega bara búið til það sem maður vill. Reyndar nýt ég þess mest af öllu að búa til skartið.

77082_10151273803499525_1197051426_n

Þetta handgerða hálsmen er í miklu uppáhaldi hjá Birtu.

Klæðist þú helst þinni eigin hönnun Já ég hef í gegnum tíðina verið mjög dugleg að klæðast minni hönnun og iðulega sauma ég á mig eitthvað nýtt, og þar fæðast líka oft nýjar hugmyndir. Hins vegar finnst mér líka ótrúlega gaman að breyta til og klæðast öðru en mínu. Þegar ég veiti mér þann lúxus er ferðinni iðulega heitið í Kron eða til hennar Báru í Aftur.

1424452_10152042915269525_1642249058_n

Hvað kom til að þú opnaðir svo verslunina þína í Hafnarfirði Árið 2011 ákvað ég að eltast við langþráðan draum að flytja erlendis. Ég lokaði búðinni minni og sigldi í burtu með Norrænu með alla fjölskylduna. Eftir nokkra mánuði í Barcelona var alveg ljóst að mig var farið að vanta búðina mína aftur. Þá fæddist hugmyndin að opna litla krúttlega verslun með vinkonu minni henni Helgu Sæunni Árnadóttur í húsnæði hennar við Strandgötu 32 í Hafnarfirði. Hún sér alfarið um rekstur búðarinnar og strax frá fyrsta degi hefur þessi litla verslun gengið vonum framar og við stöllur himinlifandi með viðtökurnar. 

1470061_10152041937249525_1392590863_n

Hvað ber árið 2014 í skauti sér? Við Helga Sæunn munum án efa halda áfram að reka litlu búðina okkar saman á Strandgötunni. Ég mun halda áfram að hanna og skapa í bílskúrnum mínum innan um allar moskítóflugurnar. Einnig sé ég mikla sól fyrir mér á næsta ári. Á milli verkefna ætla ég mér að standa í útieldhúsinu mínu á skýlunni einni og njóta.163499_10151560964569525_1661166850_n

Birta á reyndar ekki langt að sækja hæfileika sína, Eygló móðir hennar (sem kenndi henni upphaflega að sauma) saumar þessi fallegu símahulstur og leðurtöskur sem seld eru í Júniform.

988807_10152079380369525_1267855289_nÉg hvet ykkur til að gera ykkur ferð á Strandgötuna og skoða dýrðina.

dukkulisur

Takk fyrir spjallið Birta ♡

Vonandi nutuð þið lestursins, mikið er gaman að fá smá innsýn í lífið hjá uppáhaldshönnuðinum sínum,

-Svana

MARKAÐUR Á KEX : MÍNIR HLUTIR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Steinunn Hjartardóttir

    21. December 2013

    Flott búð :)

  2. Sigrún E.

    23. December 2013

    Ég eeeeelska Júniform… finnst þær aldrei klikka!

  3. Dagmar

    23. December 2013

    Skemmtilegt viðtal!

  4. Jóna Dóra

    23. December 2013

    Þessi kögurkjóll er algjör draumur:)