fbpx

Balmain

Balmain Balmain Balmain…. ahh fæ ekki nóg
Haust/Vetur 2009
Fíla þennan stíl mjög mikið… svo er hægt að finna svipaðar flíkur í t.d
H&M, Topshop og Zara!
Það er alveg málið að vera með stóra axlapúða í dag. Og því um að gera að kíkja á axlaskreytingar bloggið sem ég skrifaði fyrir stuttu og DIY…
Þessar myndir eru úr HM bæklingnum.
Og þessar fyrir neðan eru frá Zara .
Var svo í Warehouse í gær og fann nokkra kjóla í þessum stíl.
Fann reyndar mjög mikið fallegt þar inni. Verst hvað hún er dýr…
Mér finnst þessi svarti very pretty og silfraði væri úber næs fyrir gamlás. Er að fíla axlirnar og líka að þeir eru báðir síðerma. Enda er gamlárs kannski ekki hlýjasta kvöld ársins og oft leiðinlegt að þurfa að vera í jakkanum sínum hele kvöldið.
-S

Cats Let Nothing Darken Their Roar

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. hildur j

    20. November 2009

    Er sammála þetta er mega sega flott =)

  2. Rakel

    20. November 2009

    I love it… ég keypti mér einn ljósbleikan í sama sniði og þessi svarti í Warehouse um daginn, ofsa pretty…

  3. Sigrún

    21. November 2009

    elska tessar axlir! svo beautiful:)

  4. Aslaug

    24. November 2009

    Ég er að alveg að missa mig yfir þessum axlarstíl..Ég er með mjög breiðar axlir og hendur…Hvort ætli þetta vinni með eða á móti mér heheh…Ég þarf að athuga þetta mál!

  5. Anonymous

    24. November 2009

    mig langaði að forvitnast, skelliru þessum skreyttu axlabúðum bara beint utaná flíkina? er með gamlann svartann jakka í hermannastíl með gylldum boaderingum og langar að skella svona á axlirnar. Hvernig myndir mæla með að festa þetta niður?
    handsaumaru púðana í eða þrykkiru þessu í gegnum vél?
    skreytiru púðann fyrst og festir síðan eða öfugt?
    HJÁLP

    kv.Valdís (eins sem er að stíga fyrstu skrefin í föndrinu :s )

  6. Svana

    24. November 2009

    Þú byrjar á því að skreyta púðann, og svo festiru hann á jakkann með því að sauma hann á í höndunum. Það myndi aldrei virka að sauma hann á í saumavél og mæli ekki með að prófa það:)
    Mjög pro saumafólk myndi rekja upp fóðrið í jakkanum og sauma í rönguna. En við föndurfólkið tökum bara auðveldu leiðina haha. Mikið auðveldara og kemur mjög vel út!

    En ef þú ætlar að covera púðann með efni geturu saumað það í vél, Og fela svo saumana með að líma einhvað skraut yfir. -pallíettur eða kögur jafnvel?
    Myndi nota límbyssu til að það tolli sem best!

    Gangi þér vel! Þetta er bara eftir að vera gaman:)
    Hljómar mjög vel að skreyta jakka í hermannastíl

  7. Anonymous

    26. November 2009

    oh takk, nú er bara að fara og versla nóg af þessu þannig maður geti nú byrjað uppá nýtt ef allt klúðrast. Takk fyrir þessi góðu ráð :)

    -Valdís