fbpx

BACK 2 SCHOOL

Fyrir heimiliðIkea

Eða “Ertu klár í skólann” .. (já ég var s.s að gleyma mér á Ikea síðunni í gær hehe:) Undanfarna daga er búinn að vera smá leiði í mér því að skólarnir eru að byrja og þetta er fyrsta skipti í 20 ár sem ég er ekki á leið í skóla um haust sem mér þykir vera smá leiðinlegt. Ég er þó að reyna að fá mig til að byrja að vinna að verkefnum tengdum vöruhönnun en mig vantar almennilega vinnuaðstöðu heima.. gott skrifborð og slíkt.

Ég er frekar mikið skotin í þessum vinnuaðstöðum hér að neðan;

No.1 eru búkkar, búkkar, búkkar.. fáránlega þæginlegir og líka flottir

Ikea Vika búkkarnir, Lerberg, Lilleby & Artur

Flott að setja bara borðplötu ofan á skúffueiningar.. þessi heitir Vika Alex
Minimal vinnurými, fljótandi Malm hillur, glær stóll og glerplata
Ég náði samt örlítið að næra þessa skólaþörf mína í morgun og skráði mig á uppstoppunarnámskeið… ég er sjúklega spennt:) Ég mun læra að stoppa upp 2x fugla, einn sitjandi og einn á flugi! Spennandi…

WANTS

Skrifa Innlegg