Ég tók þessar myndir á farsímann minn inní Aurum.
Ég held það væri frekar töff að eiga eitt svona sem símaborð.
Frá Laugaveginum lá leiðin uppá Skólavörðustíg þar sem ég kíkti inní Nútímalistasafnið en þar er sýning í gangi eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttir, og þar inni sá ég aðra útgáfu af svona tré “kind” sem ég gæti líka notað sem símaborð! Furðulega þá er seinni kindin dýrari en sú fyrri:)
Svo var margt fallegt að finna inní þessum glerskáp í Aurum. Minnti mig mikið á gersemarnar sem ég er oft að finna á mörkuðum í Hollandi, fullt af litríkum skálum og glösum sem ég elska að safna.
Gleðilega helgi!
-S
Skrifa Innlegg