Ég get hreinlega ekki beðið eftir nýja árinu og öllu sem að því mun fylgja, spenntust er ég fyrir verkefnum sem ég er sjálf að vinna að, ásamt tveimur boðsferðum erlendis. Sú fyrri er á hönnunarsýninguna Ambiente í Frankfurt í febrúar og sú seinni er til USA í mars/apríl. Undanfarið ár hefur verið gífurlega viðburðarríkt hjá mér og mig hlakkar til að geta fókuserað á færri hluti og sinnt þeim þá betur. Ég var að lesa skemmtilega stjörnuspá hjá Helga Ómars en ég er einmitt líka í tvíburamerkinu eins og hann. “Vindar breytinganna munu loksins hætta að blása á árinu sem nú fer í hönd og framundan er tími uppbyggingar. Tvíburinn þarf líka að gefa sér tíma til þess að horfa á inn á við og finna sér tíma til þess að sofa, dreyma, skrifa, teikna, halda dagbók eða hvaðeina sem sálin mun þarfnast á næstunni.” Þetta á afskaplega vel við mig en ég trúi mikið á stjörnuspár. Þessa stundina er ég að taka saman árið 2012 hjá mér og útbúa áramótaheit, ég mun deila því með ykkur innan skamms.
2 Skilaboð
-
Jejj og ég líka tvíburi like you know – fannst þessi stjörnuspá einmitt passa svo vel við ;)
Like á varalitinn og like á sýningnarnar sem eru framundan hjá þér. Hlakka til að heyra áramótaheitin! Knús frá snjónum á AK city
Skrifa Innlegg