fbpx

APRÍL ÓSKALISTINN

Óskalistinn

Það er ekki svo langt síðan að ég tilkynnti sambloggurum mínum hér á Trendnet um ‘bloggplan’ sem ég hafði búið til fyrir mig, planið var mjög gott  en það hreinlega gleymdist að fylgja því eftir. Það er nefnilega svo auðvelt að segja bara hlutina, það þarf svo víst að framkvæma þá líka. Hér kemur því apríl óskalistinn minn þó að það styttist í lok mánaðarins:)

Apríl

1. Dásamlegt ilmkerti frá Skandinavisk, Lempi er nýjasti ilmurinn //Epal.

2. Karafla með korktappa frá Muuto.

3. Koparklukka frá Karlsson // Línan.

4. Afmælisútgáfa Sjöunnar, bleik með tjúlluðum gulllöppum.

5. Dots rúmföt frá Ihanna home, draumur í dós // Epal.

6. Lítil og sæt krús frá Finnsdóttir // Snúran.

Það kostar ekkert að láta sig dreyma!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

SUNNUDAGSINNLITIÐ

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Rakel Flyg

    21. April 2015

    Svana… veistu hvort að afmælisútgáfan sé komin í Epal?

    • Svart á Hvítu

      21. April 2015

      Já!! er komin… sjúkleg flott, en smá dýr hehe…. 98.500 kr.

      • Rakel F

        25. April 2015

        Nei vá! 98.500? Bara að byrja að leggja fyrir ;)

  2. Sigrún

    21. April 2015

    Oh þessi stóll sko!! Algjör draumur – en heldur örugglega áfram að vera bara fjarlægur draumir hehe :p En ein smá ábending, þá er ég ansi viss um að þessi vatnsflaska sé frá Muuto ;)

    • Svart á Hvítu

      22. April 2015

      úbbs það er sko alveg rétt, þetta átti ég að vita! Þetta ‘M’ hefur ruglað mig:)
      En já stóllinn verður líklegast bara draumur úff…. ef hann væri örlítið ódýrari!