ANDY WARHOL

Fyrir heimiliðPlagöt

Loksins loksins er eitt svona plakat á leið til mín í pósti…“I never read I just look at pictures.”

Kostar 2.500 kr. í Moderna safninu í Stokkhólmi.

*UPDATE 

Ég fékk meil frá einni sem á leið í Moderna í vikunni og getur kippt nokkrum plakötum með fyrir áhugasama, sendið meil á ; saj15@hi.is 

VERSLAÐ #2

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

 1. Kristbjörg Tinna

  22. February 2013

  Þvílík snilld!! Til lukku ;) Við erum þá loksins að verða Warhol “buddies” :)

 2. Sigrún

  22. February 2013

  Hæ.
  Ég hef reynt að finna það áður inni á webshoppinu hjá moderna en ekki fundið það. Sé það ekki núna heldur. Hvernig tókst þér að næla þér í það frá þeim?

 3. Thelma

  22. February 2013

  Svo ég troði mér aðeins inní umræðuna hérna hjá þér Svana, Sigrún það er ekki hægt að fá það á netinu, það er aðeins selt á safninu útaf einhverjum höfundarréttarlögum. Ég sendi þeim mail og spurðist útí það, ég á heima í Svíþjóð og það er ekki einu sinni sent innanlands þannig að þinn eini möguleiki væri að plata einhvern til að kaupa það fyrir þig (svo framalega að þú eigir ekki leið um).

  Ég elska þessi plaggöt og ætlaði að kaupa það um daginn, en svo rann ég út á tíma þannig að ég verð að gera það í minni næstu ferð :)

  Kv Thelma

  • Svart á Hvítu

   22. February 2013

   Já það hafa eflaust fjölmargir haft samband við safnið útaf þessum plagötum. Ég var einmitt svo heppin að ég fékk vin minn til að að skella sér í menningarferð í safnið og senda mér svo í pósti:) Kom mér þó á óvart að það væri svona ódýrt en það er hrikalega stórt. Með sendingu kostar þetta mig um 4300 kr.
   -Svana

   • Theodóra Mjöll

    22. February 2013

    Uuuu ekki getur þessi vinur þinn kippt með sér auka??? ;) Er að deyja mig langar svo í!!

    • Svart á Hvítu

     22. February 2013

     Hahaha, hefði ég kannski átt að láta hann kaupa nokkur og fara í bissness:)

     • Thelma

      23. February 2013

      Theó, ef þú getur beðið framá sumar get ég reddað þessu fyrir þig, þarf að fara eina ferð sjálf ;)

     • Svart á Hvítu

      23. February 2013

      Kippir með þér kannski 10 eintökum og græðir smá aukapening;)

  • Sigrún

   22. February 2013

   Vá, ok. Það hlaut nú að vera. Ætti nú að þekkja einhvern sem gæti skutlað þessu til mín! Takk fyrir!

 4. Margrét

  24. February 2013

  Geðveikt flott plakat – hefur langað í svona lengi!

 5. Dagný Bjorg

  24. February 2013

  Heppna þú! Mig langar svo óóóótrúlega mikið í eitt svona! Fékstu þér I never read eða I like boring things?

  • Svart á Hvítu

   24. February 2013

   I never read…
   Var samt að fá meil frá einni sem á leið í Moderna í vikunni og getur keypt nokkur fyrir áhugasama, hægt að hafa samband á saj15@hi.is
   :)

   • Dagný Bjorg

    25. February 2013

    Vá – já takk fyrir að benda mér á hana! Sendi henni skiló :)

   • Heiðdís

    20. November 2013

    var tharna sjálf og keypti, safnid selur MAX 3 stykki per customer..vilja fordast ebay endursölu etc..
    Sem er skiljanlegt. Skemmtilegt safn sem er gaman ad skoda :)